Fréttir

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri

Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkin í samstarfi við Friðrik og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem Hlynur Hallsson, safnstjóri, opnaði formlega í safnfræðslurými Listasafnsins

Lesa meira

Öflugir VMA-nemar í stærðfræðinni

Árangur tveggja nemenda í VMA, Orra Sigurbjörns Þorkelssonar og Víkings Þorra Sigurðssonar, í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fór fram 3. október sl. tryggði þeim þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram síðla vetrar. Orri Sigurbjörn keppir á neðra stigi en Víkingur Þorri á efra stigi.

Lesa meira

Fleiri karlar sækja í hjúkrunarfræði

Í ár innritaðist metfjöldi karla í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands. Tuttugu og sex karlkyns umsækjendur sóttu um námið og innrituðust,sem þýðir að karlar eru Tæplega 8% nýnema í hjúkrunarfræði í ár. Árin 2021 og 2022 var hlutfall karla sem innrituðust í hjúkrunarfræði 4,3% og 6,3% og því er ljóst að áhugi karla á náminu er að aukast.

Lesa meira

Óska eftir lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til  bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins væri að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.
Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fræðslu- og lýðheilsuráð fór yfir erindið en að svo búnu leggur það áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Fram kemur í bókun ráðsins að erindið verði tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Völvur á Íslandi

Á Norðurlöndum eru til aldagamlar sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þær eru nefndar á ýmsan veg í fornbókmenntum okkar, en þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, enda voru þær á mörkum tveggja heima, ef þannig má að orði komast, og höfðu vitneskju um það, sem flestum öðrum var hulið.

              Rannsóknir benda til, að þær íslensku hafi flestar verið öðruvísi en aðrar á hinu norræna áhrifasvæði, það er að segja búandi konur, en hinar farið um á milli bæja og þá gjarnan haft með sér fylgdarlið. Orðspor þeirra var síðra.

Lesa meira

atNorth fær lóð við Hlíðarvelli

Fyrirtækið atNorth hefur sótt um lóð við Hlíðarvelli, sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan við núverandi lóð fyrirtækisins. Þar hefur fyrsti áfangi gagnavers fyrirtækisins verið tekin í notkun. Lóðin sem um ræðir er tæplega 8 þúsund fermetrar að stærð.

Lesa meira

Hnoðri í norðri komin í jólagírinn

Hnoðri í norðri sem er sjálfstætt starfandi sviðslistahópur sem setur upp ævintýraleg tónlistarleikverk sýnir verkið Ævintýri á aðventunni í samstarfi við Handbendi á Hvammstanga 3. desember og á grunnskólasýningum Kópavogs í Salnum 4. desember. Þá verða sýningar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar í Samkomuhúsinu helgina 9. og 10. desember.

Lesa meira

Nýtt- Flug á Húsavík heldur áfram

Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar, um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu 3-4 mánuðina.

 Búið er að opna fyrir sölu á flugi til loka febrúar, hið minnsta. Flogið verður fimm sinnum í viku. Ljóst er að full þörf er á þessum samgöngumáta inn á svæðið hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu. 

 Flugfélagið Ernir vill koma því á framfæri að fólk getur séð flugáætlunina og jafnframt bókað sig í flug á ernir.is

 Á næstu vikum og mánuðum mun svo koma í ljós hvort að þjónustustigið verði tryggt til lengri tíma.

 

Lesa meira

Vonandi orðinn að árlegum viðburði

Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík

Lesa meira

Er nálgast jólin lifnar yfir öllum og þá er kveikt á ljósum prýddu Randerstréinu.

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatré bæjarbúa. Hátt og reisulegt grenitré var fundið í bæjarlandinu og komið fyrir á Ráðhústorgi. Fyrir aðventuna 2022 var ákveðið að hætta að flytja jólatré frá danska vinabænum Randers yfir hafið en eftir sem áður verða ljósin á trénu tendruð með kærri kveðju frá vinum Akureyringa í Danmörku.
 
Dagskráin hefst að þessu sinni kl. 15.45 með því að Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur leikur nokkur létt jólalög en síðan er búist við að hinir óútreiknanlegu jólasveinar taki yfir dagskrána með þónokkrum látum og hurðaskellum.
 Líklegt er að þeir hleypi nýjum ræðismanni Danmerkur á Norðurlandi, Geir Kristni Aðalsteinssyni, síðan að til að bera bæjarbúum kveðju frá Randers og þá flytur Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, stutta jólahugvekju.
 
Því næst kemur Freyja Rún Yannicksdóttir Hoeing á svið og kveikir ljósin á trénu fyrir hönd Norræna félagsins á Akureyri. Loks syngur Barnakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttir áður en jólasveinarnir tralla klassísk jólalög með gestum á Ráðhústorgi. Að því búnu stíga þeir niður af sviðinu og bjóða gestum og gangandi að þiggja hollt jólagóðgæti úr pokum sínum.
 
Lesa meira