Margir eiga það til að mikla það fyrir sér að búa til laufabrauð heima fyrir og kaupa kökurnar því tilbúnar úti í búð. Það er hins vegar mun minna mál að gera þær frá grunni sjálfur en marga grunar og gerir þessa vinsælu jólahefð mun dýrmætari fyrir vikið. Það skemmir svo ekki fyrir að heimagert laufabrauð bragðast nú langoftast mun betur.
Hráefni
500 g hveiti
40 g smjörlíki
1 msk. sykur
½ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
2½ - 3 dl mjólk
Steikingarfeiti, hægt að nota laufabrauðsfeiti, palmín-feiti eða blanda því hvoru tveggja saman.
Aðferð
Mjólk og smjörlíki er hitað saman. Næst er öllum þurrefnum blandað saman og blöndunni hrært saman við smjörlíkið og mjólkina í skál. Þá ætti deigið að vera komið í kúlu. Þá má leggja rakt, heitt viskastykki yfir deigið til að halda því röku.
Því næst er skorinn bútur af deiginu til að fletja út, þykktin fer eftir smekk. Margir vilja hafa kökurnar sem þynnstar. Næst eru kökurnar skornar, gott er að nota disk og skera eftir honum. Stærðin á kökunum fer eftir stærð steikarpottsins.