Fréttir

Blása til nýrrar sóknar í atvinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf., hafa stofnað félagið Drift EA með það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar munu frumkvöðlar og fyrirtæki fá aðstöðu og stuðning við að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna.

Lesa meira

Aflið fær stuðning frá Coca-Cola á Íslandi

Starfsfólk á vörustjórnunarsviði á Akureyri velur verðugt málefni

Lesa meira

Kaon: Þakklæti fyrir gríðarlega gott bakland í heimabyggð

Lesa meira

Jólakaka ömmu Gullu

Gunnheiður Guðlaug Þorsteinsdóttir, bóndi á Fit undir Vestur-Eyjafjöllum og margföld amma, ætlar að deila uppskrift af sinni sígildu jólaköku. Þau sem lagt hafa kökuna undir tönn segja að þarna sé á ferð kaka sem engan svíkur. „Kakan er sögð fullkomin með ískaldri mjólk, helst beint af spena eða bara með kaffinu,“ segir Gulla glöð í bragði.

 

Lesa meira

Jólavæntingar

Við eigum flest mynd af fullkomnum jólum í hugskoti okkar. Myndir sem ef til vill eiga uppruna sinn í bernskujólunum sem oft eru sveipuð töfrum í huganum, og því meira eftir því sem við eldumst. Og ef ekki þar, þá í flestum jólamyndum, jólabókum, jólasöngvum og jólaauglýsingum sem reka á fjörur okkar. Við sjáum fyrir okkur dásamlegar stundir með fjölskyldu og vinum í kringum stórt borð í stofunni á fallega skreyttu heimili og gjarnan með arineld í bakgrunni. Úti snjóar að sjálfsögðu því jólin þurfa að vera hvít. Á smekklega skreyttu borðinu er jólamatur, allt ljúffengt og vel útilátið. Allir eru klæddir í sitt besta skart og njóta matarins. Eftir máltíðina safnast allir saman við fullkomið jólatré og skiptast á yndislegum gjöfum og skemmtilegum samræðum.

Lesa meira

31 norðlensk fjölskylda fær matarúttekt frá Krónunni fyrir jólin

Krónan hefur afhent Velferðasjóði Eyjafjarðarsvæðis 31 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. 

Lesa meira

Indverska geimvísindastofnunin verðlaunuð á Húsavík

Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar voru veitt í níunda sinn af Könnunarsafninu á Húsavík í dag

Lesa meira

Línuskipið Kiviuq I til Akureyrar í vetrargeymslu

 Þar sem fyrirséð var aðútgerð línuskipsins Kiviuq I   myndi missa veiðisvæðið undir ís í desember, horfðu þeir til Akureyrar varðandi vetrargeymslu .

Lesa meira

Andrea og Veigar kylfingar ársins hjá GA

Golfklúbbur Akureyrar hefur valið kylfinga ársins 2023.

Lesa meira

Laufabrauðið hennar ömmu

Margir eiga það til að mikla það fyrir sér að búa til laufabrauð heima fyrir og kaupa kökurnar því tilbúnar úti í búð. Það er hins vegar mun minna mál að gera þær frá grunni sjálfur en marga grunar og gerir þessa vinsælu jólahefð mun dýrmætari fyrir vikið. Það skemmir svo ekki fyrir að heimagert laufabrauð bragðast nú langoftast mun betur.

 Hráefni

500 g hveiti

40 g smjörlíki

1 msk. sykur

½ tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

2½ - 3 dl mjólk

Steikingarfeiti, hægt að nota laufabrauðsfeiti, palmín-feiti eða blanda því hvoru tveggja saman.

 Aðferð

Mjólk og smjörlíki er hitað saman. Næst er öllum þurrefnum blandað saman og blöndunni hrært saman við smjörlíkið og mjólkina í skál. Þá ætti deigið að vera komið í kúlu. Þá má leggja rakt, heitt viskastykki yfir deigið til að halda því röku.

Því næst er skorinn bútur af deiginu til að fletja út, þykktin fer eftir smekk. Margir vilja hafa kökurnar sem þynnstar. Næst eru kökurnar skornar, gott er að nota disk og skera eftir honum. Stærðin á kökunum fer eftir stærð steikarpottsins.

Lesa meira