Fréttir

Dagur sjúkrahússins á Glerártorgi

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 25. nóvember nk. milli kl. 14:00 og 16:00.  Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður frá stofnun hollvinasamtakanna fyrir 10 árum en féll niður 2020 og 2021 vegna COVID-faraldursins.

Lesa meira

Deiglan á morgun laugardag Gjörningur Heather Sincavage

Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.

Lesa meira

Söngelsk systkini ásamt meðleikara úr Dölunum

,,Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því. Því við hittumst alltaf í Fjóló... ,,Verðið þið í Fjóló um jólin?” er t.d. árleg spurning.

Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur (Vísnaplöturnar, Jólagestir Björgvins, svo fátt eitt sé nefnt) og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg. 

Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni.

Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og  öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur.

Á þessum tónleikum fáum við að njóta meðleiks píanorganistans, kórstjórans, ljósmyndarans og náttúrubarnsins úr Dölunum Eyþórs Inga Jónssonar. Hann er organisti í Akureyrarkirkju, stjórnar multi-talent-kórnum Hymnodíu og nær að fanga einstakar ljósmyndir í náttúrunni" segir fjöllistamaðurinn Ívar Helgason þegar hann var inntur eftir þvi hvað Fjólójól eiginlega væri.

Lesa meira

Geirneglt – bók um Tréverk á Dalvík

Sextíu ára saga byggingarfyrirtækisins Tréverks á Dalvík er komin út í bókinni Geirneglt sem Óskar Þór Halldórsson hefur skrifað. Útgefandi er Svardælasýsl forlag. Þetta er mikil bók að vöxtum, um 300 síður í stóru broti og ríkulega myndskreytt af gömlum og nýjum myndum.

Lesa meira

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri

Ingibjörg  Isaksen (B) er fyrsti flutningsmaður  tillögu til þingsályktunar sem hún lagið fram í gær ásamt níu meðflutningsmönnum  um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þar kom fram að skipa þurfi starfshóp sem hafi það hlutverk að móta stefnu og aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri með tilliti til vísinda og mennta. Samhliða því markmiði verði stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu á upptökusvæði sjúkrahússins ásamt því að laða að sérhæft heilbrigðisstarfsfólk.
 
„Þetta eru stór og metnaðarfull markmið en gríðarlega mikilvæg. Styrking heilbrigðisþjónustu á SAk er styrkur fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu öllu. Er borðleggjandi að mínu mati!,“ sagði Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk.
Lesa meira

Maður getur allt ef maður trúir á sjálfan sig

Freyvangsleikhúsið-Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit.

Höfundur og leikstjóri;Jóhanna S.Ingólfsdóttir 

Verkið byggir á sögupersónum A.A.Milne en samkvæmt uppflettingum birtist Bangsímon fyrst fyrir sjónum fólks í Bretlandi á aðfangadagskvöldi 1925. 

Á fjölum Freyvangs eru Bangsímon og Gríslingur komnir til Íslands í jólasveinaleit. Þeir höfðu heyrt að þeir væru þrettán, þessir heiðursmenn sem ekki vildu ónáða, allir í senn. En þeir félagar skunda af stað og á leið þeirra verði ýmsar persónur sem eru ansi áhugaverðar. Allt gengur þó upp að lokum, því það er nánast allt hægt, ef maður trúir á sig sjálfan. 

 

Lesa meira

Svifryk ítrekað margfalt yfir því sem telja má eðlilegt og heilsusamlegt

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra átelur sinnuleysi bæjaryfirvalda á Akureyri gagnvart svifryksvanda sem er verulegur og alvarlegur á Akureyri. Bæjarráð Akureyrar fjallað um bókun sem nefndin gerði vegna svifryk á fundi í morgun, tekur hana alvarlega og leggur áherslu á að brugðist sé við.

Lesa meira

Ekki láta ræna þig heima í stofu

Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.

Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi.

Lesa meira

Krossgáta númer 500 í Vikublaðinu frá Braga V. Bergmann Forréttindi að vinna við það sem maður hefur gaman af

„Ég held ótrauður áfram um ókomin ár, þetta er svo skemmtilegt og í raun forréttindi að hafa tækifæri til að gera krossgátur sem gleðja svo marga,“ segir Bragi V. Bergmann sem í vikunni skilaði af sér krossgátu númer 500 til Vikublaðsins. Hann hefur enn lengur verið að hjá Dagskránni, en krossgátur Braga þar eru yfir 600 talsins. Samanlagt hefur hann því gert yfir 1.100 krossgátur liðin ár fyrir bæði blöð. Ekki er ýkja langt í að Bragi geti haldið upp á þau tímamót að hafa gert krossgátu undanfarin 40 ár í blaðið LEÓ sem Lionsklúbburinn Hængur gefur út fyrir hver jól.

Lesa meira

Tón - list

Þegar við skoðum myndlist skoðum við myndina og virðum hana fyrir okkur alla.  Þegar við lesum bækur og/eða ljóðlist lesum við öll orðin til að ná innihaldinu öllu. Þegar við skoðum högglist virðum við alla styttuna fyrir okkur og þegar við horfum á þætti eða bíómyndir þá horfum við á allt sem þar fer fram og megum ekki missa af neinu.   En við hlustum á eitt og eitt lag af heilli plötu sem tónlistarmaður gefur út.   Það er jafn mikil vinna lögð í öll hin lögin sem við missum af og heyrum kannski aldrei.  

Lesa meira