Aðgerða er þörf og það sem fyrst
Á fundinum var lögð áhersla á að vinna þurfi að bráðaaðgerðum sem þurfi að koma til sem fyrst svo hægt sé að bregðast við stöðu þeirra sem verst eru staddir. Aðrar aðgerðir kæmu í framhaldinu.
Á fundinum var lögð áhersla á að vinna þurfi að bráðaaðgerðum sem þurfi að koma til sem fyrst svo hægt sé að bregðast við stöðu þeirra sem verst eru staddir. Aðrar aðgerðir kæmu í framhaldinu.
Markmið gáttarinnar er að hún verði alhliða upplýsingaveita fyrir frumkvöðla á Íslandi, leiðarvísir og gagnleg upplýsingamiðlun um nýsköpun og stuðningsumhverfi hennar.
„Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, þetta er mikið hrós til allra þeirra sem koma að Skógarböðunum. Við erum einstaklega heppin með það starfsfólk sem vinnur hjá okkur en það hafa allir lagst á eitt við að gera upplifun viðskiptavina eins góða og hún getur verið.,“ segir Kjartan Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógarbaðanna en fyrirtækið hlaut viðurkenninguna Sproti ársins á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.
Nýr Landspítali, NLSH hefur óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæði legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu sem staðsett verður sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og því húsnæði. Nýbyggingin mun fara yfir bílastæði sem eru sunnan sjúkrahúsbygginganna og því þarf að færa þau auk þess sem einnig þarf að fjölga bílastæðum.
Huga þarf að ytri aðkomu, heildarskipulagi og að nýting bygginga falli að mögulegri framtíðarstækkun.
Markmið með útboðsferli er að velja hæfan umsækjenda sem tekur að sér skipulag á heildarsvæði SAk.
Um síðastliðna helgi birti ferðavefur Lonley Planet grein um þrjá staði sem mælt er með að heimsækja á Íslandi fyrir ferðalanga sem vilja ferðast eins og heimamenn. Greinina skrifuðu þrír ferðasérfræðingar sem hver um sig völdu einn stað sem þeir mæltu með, Hrísey, Ásbyrgi og Neskaupsstað. Carolyn Bain, ferðabókahöfundur, valdi Hrísey sem er í Eyjafirðinum.
Grímseyjarferjan Sæfari er biluð og fer í slipp á næstu dögum. Tímabundinn samningur um rekstur Hríseyjarferjunnar rennur út um áramót. Bæjarráð Akureyrar fjallaði um ferjusamgöngur við Grímsey og Hrísey og lýsti yfir áhyggjum af samgöngumálum eyjanna.
Jafnlaunastefna Norðurþings var samþykkt þann 28. september 2023 í Sveitarstjórn Norðurþings en meginmarkið hennar er að allar launákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar.
Landbúnaður er mjög stór og mikilvæg atvinnugrein í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu en á því svæði eru rúmlega 120 kúabú. Áætla má að velta landbúnaðarins á þessu sama svæði sé á milli 30 og 40 milljarðar króna þegar allt er tekið, þ.e. velta bænda í öllum greinum og afurðastöðvanna. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður XD í Norðausturkjördæmi boðaði til, en um 100 manns mætt til fundarins.
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna
Varað hefur verið við mikilli snjóflóðahættu við Hlíðarfjall á Akureyri næstu daga