Fréttir

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna 2023-24

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur að Varmá í Mosfellsbæ í dag.  Stelpurnar okkar  lentu 2-0 undir í hrinum en sneru enn einum leiknum sér í vil og standa uppi sem Íslandsmeistarar þriðja árið í röð!

Lesa meira

Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2024

„Markmiðið er að færa listina út til fólksins. Koma með listina til þess í stað þess að það komi í ákveðna sali eða gallerí til að skoða listaverk,“ segir Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður á Akureyri árið 2024. Hún vinnur að undirbúningi sýningar sem nefnist Ferðalag. Það hefst nú á starfsàrinu og stendur í tvo mánuði. Einnig er hún á fullu við að hanna og útbúa svöng ruslatröll sem prýða munu nokkra rusladalla á Akureyri.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri hafinn.

Sjómannadagurinn var endurvakinn á Akureyri í fyrra og tókst vel til, svo vel að undirbúningur er hafinn fyrir hátíðarhöld á komandi sjómannadag fyrstu helgina i júni.

Lesa meira

Kvarssandur frá PCC gæti orðið að varnargörðum við náttúruvá

Verkefnið Sterk steypa vann fyrstu verðlaun í áskorun PCC Bakki Silicon, á Krubbi-hugmyndahraðhlaupi sem haldið var á STÉTTINNI á Húsavík í mars

Lesa meira

Norðurorka - Leit að leka í hitaveitu með drónum

Dagana  7.-11. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku.

Að þessu sinni yfir Eikar- og Daggarlundi á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshverfi, Kristnes og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri) og á Svalbarðseyri.  

Lesa meira

Ferðafélag Akureyrar og Stóri-plokkdagurinn - Félagsmenn tóku til hendinni að venju

„Okkur finnst minna um rusl núna en undanfarin tvö ár, sem ef til vill er vegna þess að svæðið er hreinsað skipulega á hverju ári,“ segir Þorgerður Sigurðardóttir formaður Ferðafélags Akureyri. Stóri-plokkdagurinn var haldinn um liðna helgi og tóku félagsmenn FFA til hendinni að venju

Lesa meira

Kveðjutónleikar og útgáfuhóf í Sögulokum Hrundar Hlöðversdóttur

Sögulok er yfirskrift viðburðar sem Hrund Hlöðversdóttir efnir til í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á laugardaginn, 4. maí. Þar kveður hún sveitunga sína, en Hrund hefur búið í Eyjafjarðarsveit undanfarin 16 ár, þar af var hún skólastjóri Hrafnagilsskóla um 12 ára skeið ár. Sögulokin eru jafnframt útgáfuhóf því um þessar mundir kemur út þriðja og síðasta bók Hrundar í þríleik hennar um Svandísi og félaga hennar.  Sú heitir ÓLGA, kynjaslangan.

Lesa meira

Fiðringur í HOFI þriðja sinn 8. maí n.k.

Fiðringur á Norðurlandi verður haldinn í HOFI þriðja sinn þann 8. maí kl 20. Skrekkur í Reykjavík og Sjálftinn á Suðurlandi eru fyrirmyndir Fiðrings sem er dýrmætur vettvangur fyrir unglingana á Norðurlandi eystra til að láta rödd sína heyrast.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nemendasýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 4. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2024, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Bragðarefur.

Lesa meira

Nýr sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands

Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd er nýr sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands (Safer Internet Center á Íslandi).

Lesa meira