Fréttir

Vegagerðin tekur við rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars

Frá og með 1. janúar 2024 mun Vegagerðin sjá um rekstur ferjunnar Sævars sem siglir milli Árskógssands og Hríseyjar. Undanfarin ár hefur fyrirtækið Andey ehf. sinnt siglingunum fyrir hönd Vegagerðarinnar. Ferjusiglingarnar verða reknar undir nafni Almenningssamgangna ehf. en félagið er alfarið í eigu Vegagerðarinnar.

Öllum áhafnarmeðlimum ferjunnar var boðið að halda störfum sínum áfram og hefur nú verið samið við áhöfn um áframhaldandi vinnu um borð. 

Siglingaáætlun ferjunnar verður óbreytt frá því sem verið hefur og mun ferjan sigla allt að níu ferðir á dag en heimahöfn ferjunnar er í Hrísey. 

Fyrirkomulag á miðasölu verður fyrst um sinn með sama hætti og áður, það er að miðar verða seldir um borð í ferjunni. Unnið er að því að setja upp bókunarkerfi þar sem hægt verður að bóka ferðir fram í tímann. Þegar það er tilbúið verður hægt að bóka ferðir á heimasíðu Vegagerðarinnar svipað og er í boði í dag fyrir ferjuna til Grímseyjar.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar verða birtar helstu upplýsingar á borð við áætlun ferjunnar, verðskrá og  fleira.

Almenningssamgöngur ehf. reka einnig Grímseyjarferjuna Sæfara sem siglir frá Dalvík til Grímseyjar auk þess að sigla til Hríseyjar tvisvar í viku

Lesa meira

Á annan tug einstaklinga heimilislausir eða í ótryggu húsnæði

Á annan tug einstaklinga eru heimilislausir eða búa í ótryggu húsnæði á Akureyri. Mikilvægt er að bregðast við þeirri stöðu að mati bæjarráðs en það var áður til umræðuá fundi velferðarráðs. Sviðsstjóra velferðarsviðs hefur verið falið að leggja fram mögulegar tillögur til úrbóta og kostnað við þær fyrir 1. maí 2024.

Lesa meira

Aukið aðgengi að áfengi

Ókeypis heimsending og dropp afhending“, Og hvað er það sem er afhent heim að dyrum? Jú, það er áfengi. Netsala á áfengi hefur vaxið síðustu ár. Með því að selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og senda heim til fólks er farið blygðunarlaust á svig við einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu á áfengi og lög brotin og yfirvöld gera ekkert í málinu.

Lesa meira

Færist fjör í leikinn

Samkvæmt  upplýsingum sem telja má mjög áreiðanlegar opnar verslunin  Blush á Glerártorgi fljótlega á nýju ári. 

Lesa meira

Á götuhorninu - Kennari á eftirlaunum skrifar

Það hefur verið sérstakt að fylgjast með barnabörnunum æfa heimalestur undanfarin ár.  Fyrst vissi ég ekkert hvað var að gerast. Börnin sátu inn í herbergjunum sínum og romsuðu út úr sér einhverjum orðaflaumi í belg og biðu.  Þau voru að æfa sig í lestri og reyna að hanga í einhverjum hraðaviðmiðum sem allt snerist um í skólanum.  Ég skildi ekkert hvað þau voru að lesa og nú hefur PISA könnun leitt í ljós að þau skildu ekkert sjálf.  Það var heldur ekkert ætlast til þess af hálfu skólans.

Lesa meira

Fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum 1. desember 2023

Akureyringar  voru 20.199 um síðustu mánaðamót og hafði þeim fjölgaði um 301 miðað við 1. des í fyrra.  Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár sem birtar voru í morgun.

Hlutfallsleg fjölgun á Akureyri er 1,5% , en á landinu öllu er hlutfallið 3,0%.   Íbúar á Akureyri þann 1 des. s.l voru 20.199.

Í Norðurþingi fjölgaði íbúum um 1,2% á milli ára, íbúar þann 1 des, s.l voru 3.200.

Áhugavert er að sjá nágrannasveitarfélög Akureyrar og Norðurþings, en  þar er víðast hvar bullandi uppgangur.

Eyjafjarðarsveit: 2% fjölgun.

Hörgársveit: 5,6 % fjölgun.

Svalbarðsstrandarhreppur: 5,0% fjölgun.

Grýtubakkahreppur: 5,8% fjölgun.

Þingeyjarsveit 5,3% fjölgun.

 

Lesa meira

Völsungur og PCC framlengja samstarfssamning til tveggja ára

Í samkomulaginu felst meðal annars að knattspyrnuvöllurinn og íþróttahöllin á Húsavík munu bera nafn PCC en Völsungur leggja áherslu á að virkja starfsfólk PCC og börn þeirra til íþróttaiðkunar. Sérstök áhersla verður lögð á íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna.

Lesa meira

Norðurþing, í fréttum er þetta helst í desember

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings skrifar

Lesa meira

Úthlutað úr Samfélagssjóði EFLU

Markmið Samfélagssjóðs EFLU er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi

Lesa meira

Skál fyrir Vésteini er Jólalag Rásar 2 2023

Andrés Vilhjálmsson eða Addison Villa á Jólalag Rásar 2 árið 2023! Lagið heitir „Skál fyrir Vésteini” og féll greinilega í kramið hjá hlustendum Rásar 2. Lagið er eftir Andrés en textinn eftir Ragnar Hólm Ragnarsson.

Til hamingju Andrés og já, skál fyrir Vésteini!

Lesa meira