Forsetakosningar 2024 almennar upplýsingar
Eins og fólki er væntanlega ljóst fara forsetakosningar fram á morgun laugardaginn 1. Júní. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur ekki seinna en klukkan 22:00.
Eins og fólki er væntanlega ljóst fara forsetakosningar fram á morgun laugardaginn 1. Júní. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur ekki seinna en klukkan 22:00.
Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.
Sá sem lendir í kulnun, sálarkreppu, áföllum eða á við langvarandi geðraskanir að stríða kemst fljótlega að því að fullt af úrræðum eru í boði. Verst að þetta eru takmörkuð gæði. Sumarlokanir eru víða.
Bókin Kinnar- og Víknafjöll með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi.
„Titill bókarinnar er lýsandi fyrir innihald hennar því nú segi ég á persónulegum nótum frá ferðum mínum á umrædd fjöll auk nokkurra annarra á Flateyjardal og í neðanverðum Fnjóskadal. Framsetning hverrar ferðar er sem nokkurskonar ferðadagbók með texta, ljósmyndum og kortum,“ segir Hermann Gunnar um bókina.
Uppfært kl. 11:30
Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská í Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi, nú fyrir skömmu. Leitarhópar hafa verið afturkallaðir. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.
Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð hjá Höldi-Bílaleigu Akureyrar eru mörg og skipa veigamikinn sess í rekstrinum. Fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og styður sem dæmi rausnarlega við íþróttastarf á Íslandi og er í dag með styrktarsamninga við um 110 deildir íþróttafélaga um allt land. Aðgengi allra barna og unglinga að íþrótta- og tómstundastarfi er sameiginlegt verkefni samfélagsins, enda ein allra mikilvægasta forvörnin.
Hverfisráð Hríseyjar gagnrýnir svar bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum, en þar komu upp umræður um vilja barna og ungmenna að fá gervigrasvöll í eyjuna. Harmaði hverfisráðið að ekki hafi verið litið jákvætt á að byggja upp sparkvöll í Hrísey.
Um kl. 18:30 í kvöld barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið í Fnjóská nokkru ofan við ósa hennar, skammt frá Pálsgerði. Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni.
Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri. Maðurinn er enn ófundinn en um 130 viðbragðsaðilar eru nú að störfum við leit að honum. Vettvangsstjórn hefur verið skipuð á vettvangi. Fimm leitardrónar eru notaðir og sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarmenn eru komnir á vettvang. Þá er von á leitarhundum.
Aðstæður á vettvangi eru erfiðar að því leyti að Fnjóská er nokkuð lituð á þessum slóðum en einnig vegna þess að í ósum hennar kvíslast hún mikið þannig að leitarsvæði er víðfeðmt og sums staðar er vatnið það grunnt að erfitt er að koma við tækjum við leitina.
Hér verður næst sett inn uppfærsla á framgangi aðgerðarinnar um miðnætti.