Fréttir

Geðþjónusta SAk skert fram yfir áramót

Dag- og göngudeild geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri lokar tímabundið vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi.

Lesa meira

Jólagleði í Háskólanum á Akureyri

Það má með sanni segja að Háskólinn á Akureyri sé kominn í jólabúning. Hefð er fyrir því að halda 1. desember, Fullveldisdag Íslands og dag stúdenta hátíðlegan í háskólanum. Að þessu sinni ferðaðist Jólalest HA um háskólasvæðið og gladdi stúdenta og starfsfólk með söng, heitu súkkulaði og smákökum. Fyrir hádegi safnaðist góður hópur saman við Íslandsklukkuna þar sem Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor, flutti ávarp um mikilvægi stúdenta í sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu Íslendinga. Að því loknu hringdi Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Íslandsklukkunni 23 sinnum, einu sinni fyrir hvert ár sem klukkan hefur staðið á stallinum við HA.

Lesa meira

Jólastemmning á Minjasafni

Það verður ýmislegt um að vera á Minjasafninu á Akureyri um helginga, en sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá safnsins í desember. Safnið er komið í jólabúning og hið sama má segja um Nonnahús.

Jólatónar, er yfirskrift tónleika flautukórs Tónlistarskóla Akureyrar en kórinn flytur jólatónlist kl. 13 til 15 á laugardag. Í kjölfarið verður jólasamsöngur með Svavari Knúti.

Aðventudagur Handraðans verður í báðum húsum, Nonnahúsi og Minjasafninu á sunnudag, 10. desember frá kl. 13 til 16. Þann dag er einnig opið í Leikfangahúsinu.

Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember.

Lesa meira

Gatnagerðarframkvæmdir hafnar í Hrafnagilshverfi

Undirbúningur vegna 30 íbúða byggðar í Hrafnagilshverfi er hafinn, en syðst í hverfinu eru hafnar framkvæmdir við gatnagerð.

Lesa meira

Eyrún Lilja er Ungskáld Akureyrar 2023

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.

Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):

  1. sæti: Eyrún Lilja Aradóttir með verkið Að drepa ömmu 101
  2. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Ég get ekki talað um hafið á ensku
  3. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Völundarhús væntinga

Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.

Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Lesa meira

Íslenskufærni í frjálsu falli

Skelfilegar niðurstöður Pisa koma mér ekki á óvart því miður. Ég hef unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár og síðastliðin 10 – 15 ár hefur mér fundist að íslenskufærni hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning. Sjálfsagt eru fleiri en ein skýring til á þessu ástandi. Sjálf hef ég tvær skýringar sem ég vil koma hér á framfæri. Hin fyrri er sú að börn eru á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum. 

Lesa meira

Kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum í grunnskólum: staðan virðist vera verri á Akureyri

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöðurnar aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrar Engar forsendur fyrir skólahaldi í Grímsey

Ekki eru forsendur fyrir skólahaldi í Grímsey. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur væru að hefja þar skólagöngu og vísaði málinu til bæjarráðs. 

Bæjarráð samþykkti hinsvegar í morgun á fundi sínum að ekki væru forsendur fyrir skólahaldi.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 og 2025 – 2027 samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar 7. desember 2023

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 og árin 2025 – 2027, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á  fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 7. desember.

Áætlunin gerir ráð fyrir að almennur rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi líkt og undanfarin ár.  

Lesa meira

Akureyringum býðst innan tíðar tíföldun á internethraða

Þörf  fyrir öflugri nettengingar heimila eykst hratt með hverju ári. Míla mun á fyrri hluta næsta árs bjóða upp á tíföldun á internethraða á Akureyri, svokallað 10X

Lesa meira