Fréttir

Jólin heima - María Björk Ingvadóttir rifjar upp

Það er María Björk Ingvadóttir sem svo sannarlega er lesendum  að góðu kunn sem segir hér frá 

Jólin heima

Er hálfmyrkur eða hálfljós ?

 Pabbi minn notar þessi orð til að skilgreina þá stöðu sem upp kemur þegar birtan er ekki mikil, er kannski of lítil, jafnvel hálfgerð týra eða bara skárri en engin. Í þessu felst að hægt er að lýsa ástandi með ólíkum orðum, orðalagi sem um leið birta afstöðu til þess sem lýst er. Aðrir taka líkingu af glasi sem ýmist er hálf fullt eða hálf tómt. Val um orðalag liggur ævinlega hjá þeim sem orðin nota og orðin velja. Hálffullt glas og hálfljós er samt það sama og hálftómt glas og hálfmyrkur, ef út í það er farið en skapa mjög ólík hughrif.

 

Lesa meira

Arnar Björnsson, fréttamaður: „Hangikjötið á jóladag verður að vera að norðan“

Arnar Björnsson, fréttamaður á RÚV, er flestum landsmönnum kunnur af sjónvarpsskjánum. Arnar hefur starfað við fjölmiðlun í 44 ár og marga fjöruna sopið í þeim efnum. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og er einn af stofnendum hins fornfræga Víkurblaðs. Arnar settist niður með blaðamanni í jólalegt spjall með húsvísku ívafi.  

Lesa meira

Um áramót Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Númer tvö er Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum

Lesa meira

Um áramót Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Sá fyrsti er skrifaður af Njáli Trausta Friðbertssyni Sjálfstæðisflokki

Hugleiðingar um áramót

Þegar líður að áramótum og hugað er að verkefnum næstu ára er áhugavert að líta um öxl og sjá að við höfum verið að upplifa sérstaka tíma og ýmis áföll hafa dunið yfir sem hafa haft áhrif á efnahag og velferð þjóðarinnar. Þau rúmu sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hef ég lengstum setið í fjárlaganefnd og þau verkefni sem þar hefur verið tekist á við marka sterkt þessi ár. Þarna má telja til áföll eins og fall WOW air, Aðventustorminn, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldvirkni á Reykjanesskaga.

Lesa meira

Fréttatilkynning - KEA eykur við hlut sinn í Stefnu

KEA hefur keypt 10% eignarhlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri en KEA á fyrir 15% eignarhlut í félaginu.  Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum. 

Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum

Lesa meira

Nýjar kirkjuklukkur komnar út í Grímsey þar sem ró og friður ríkir um hátíðar

Jólin hafa verið ljúf við heimskautsbaug. Veðrið hefur verið gott að mestu og miklu betra en spár hafa sagt fyrir um og allar samgöngur gengið vel.

Lesa meira

Jólin heima - Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík rifjar upp

Sá sem næst segir okkur af jólahaldi heima er búfræðingurinn og verkalýðsforinginn Aðalsteinn Árni Baldursson en hann er í daglegu tali gjarnan kallaður Kúti.  

Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað komið út

 Einn er sá hópur fólks sem líklega fagnar hvað innilegast með sjálfum sér sólstöðum þ.e sá fjölmenni hópur sem gaman hefur af  því að sveifla veiðistöng á árbakkanum.  Þessi hópur getur eiginlega fagnað tvöfalt því nú nýverið kom út 3 t.b.l af Sportveiðiblaðinu 43 árgangur.  Það er Gunnar Bender sem hefur veg  og vanda af  útgáfu blaðsins.

Lesa meira

Skoða útfærslu á nettari og jafnvel upphituðum biðskýlum

Haldið verður áfram að endurnýja biðskýli Strætisvagna Akureyrar á næstu árum, þau sem orðin eru mjög léleg eða jafnvel ónýt en verið er að vinna að endurnýjunarlista fyrir næstu þrjú ár. Verið er að skoða úrfærslur á m.a. nettari skýlum og upphituðum skýlum í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Hoppsa Bomm í Kjarna-Sleðabrekkan tilbúin

Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.

Fréttin er svona:

 

Lesa meira