Norðurorka Gætið komið til skerðingar hjá stórnotendum verði veturinn harður
„Ef við lendum í svipuðu kuldakasti seinna í vetur þá er útlitið á þann veg að við gætum þurft að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, því þegar búið er að vera mjög kalt þá lækkar í svæðunum okkar og við getum ekki dælt eins miklu vatni úr þeim,“ segir Pétur Freyr Jónsson yfirvélfræðingur hjá Norðurorku. Heitavatnsnotkun eykst mjög á köldum dögum líkt og var um og fyrir síðustu helgi og álag á kerfið eykst.