Fréttir

Höldur fagnar 50 árum og býður til afmælishátíðar

Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár og í tilefni þeirra tímamóta verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna nú á laugardag, 15. júní. Hátíðin fer fram hjá bílasölu fyrirtækisins að Þórsstíg 2 og stendur yfir á milli kl. 13 og 16.

Tónlistarmennirnir KK og Birkir Blær troða upp, auk þess sem DJ Lilja heldur uppi fjörinu. Þá fer fram glæsileg bílasýning, hoppukastalar verða í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir ýmsar fígúrur úr blöðrum auk þess sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga í skemmtilegum gjafaleik. Boðið verður upp á ýmsar veitingar, grillaðar pylsur, ís fyrir börnin, auk veglegrar afmælistertu.

Lesa meira

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nær óbreyttur frá fyrra ári og efnahagur stendur sterkum fótum

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

Lesa meira

Bæjarráð samþykkir 700 milljóna uppbyggingu á Þórsvellinum

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti á fundi bæjarráðs í dag drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Lesa meira

Hlíð - Margra mánaða tafir á framkvæmdum með auknu álagi á allt kerfið

„Þetta er algjörlega óþolandi staða og bitnar á þjónustu við aldraða, þeim sem síst mega við því,“ segir Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri.

Lesa meira

Átta verkefni hljóta VERÐANDI styrk

Styrkþegarnir bjóða gestum sínum uppá girnilegt konfekt fyrir öll skynfærin og molarnir fylltir fjölbreyttum fyllingum

Lesa meira

Skip sem mættust

Í gær kom farþegaskipið SH Diana bæði til Hríseyjar og Grímseyjar í fallegu veðri. Farþegarnir komu til Grímseyjar snemma dags en sigldu svo yfir til Hríseyjar um miðjan dag.

Lesa meira

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Lesa meira

Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag

Hinir árlegu Bíladagar  Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag og er óhætt að segja að boðið verði upp á fjölbreytta dagskrá.  Um þessar mundir eru  50 ár liðinn frá stofnun  Bílaklúbbs Akureyrar  og má segja að afmælisbarnið sé i fínu formi.  Keppnisaðstaðan er eins og best verður á kosið og  starfið er gott.

Lesa meira

Akureyri - Óhjákvæmilegar breytingar á sorpílátum fyrir sérbýli

Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.

Lesa meira

Svæðinu við Dettifoss lokað vegna hættulegra aðstæðna

Þær aðstæður, sem skapast hafa við Dettifoss síðustu daga, eru orðnar mjög varasamar

Lesa meira