Höldur fagnar 50 árum og býður til afmælishátíðar
Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár og í tilefni þeirra tímamóta verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna nú á laugardag, 15. júní. Hátíðin fer fram hjá bílasölu fyrirtækisins að Þórsstíg 2 og stendur yfir á milli kl. 13 og 16.
Tónlistarmennirnir KK og Birkir Blær troða upp, auk þess sem DJ Lilja heldur uppi fjörinu. Þá fer fram glæsileg bílasýning, hoppukastalar verða í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir ýmsar fígúrur úr blöðrum auk þess sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga í skemmtilegum gjafaleik. Boðið verður upp á ýmsar veitingar, grillaðar pylsur, ís fyrir börnin, auk veglegrar afmælistertu.