Fréttir

Komin er út bókin Fornihvammur í Norðurárdal

Fornihvammur er í Mýrasýslu í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Það sýnir mikilvægi leiðarinnar yfir Holtavörðuheiði að fyrsta verkefni Fjallvegafélagsins var að gangast fyrir byggingu sæluhúss á þessum stað árið 1831, og einnig að leiðin um Holtavörðuheiði væri vörðuð. Fornihvammur var eyðibýli þegar sæluhúsið er reist, en reis aftur 1845 og þar var samfelld mannvist til 1977.

Lesa meira

Hvert er sveitarfélagið að stefna?

Sveitarfélög landsins eru að ljúka fjárhagsáætlanagerð þessa dagana í ástandi sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu og óvissutímum á vinnumarkaði. Hvert er þá hlutverk sveitarfélaganna?

Sýnum aðhald og ábyrgð

Til að ná niður verðbólgunni þurfa allir að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Sveitarfélög þurfa að sýna aðhald, varkárni í gjaldskrárhækkunum og álögum á íbúa og fyrirtæki, varast þenslu í framkvæmdum og um leið verja heimilin fyrir gríðarlegum hækkunum. Auðvitað hafa sveitarfélögin, rétt eins og heimilin, fundið fyrir bæði verðbólgu og vaxtahækkunum. Tekjur þeirra hafa hins vegar á sama tíma aukist töluvert í gegnum útsvar.

Hvað gerir Akureyrarbær?

Fjárhagsáætlun Akureyrar er um margt athyglisverð. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði. Þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum. Þvert á móti er stefnt á lántöku vegna nýrra fjárfestinga upp á rúman milljarð í A-hluta og það í háu vaxtaumhverfi.

Þrátt fyrir mikil uppbyggingaráform er ekki verið að vinna að því með sama krafti að taka á móti nýjum íbúum, og þannig auka tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Sem dæmi á að draga úr fjárveitingum til nýbyggingu gatna um 5.5% þrátt fyrir þá staðreynd að nú þegar hefur orðið mikil seinkun á að fyrstu lóðir í Móahverfi verði byggingarhæfar. Í núverandi vaxtaumhverfi munu verktakar eðlilega halda að sér höndum en sveitarfélögin mega samt ekki tefja fyrir íbúðauppbyggingu. Ef þau gera það, þá mun það aðeins valda áframhaldandi spennu á íbúðamarkaði þegar vextir taka að lækka og byggingarfyrirtækin fara að hugsa sér til hreyfings að nýju. Hættan er að við sitjum aftur uppi með lóðaskort á Akureyri og verðum af uppgangi og hagvexti fyrir okkar sveitarfélag. Það má ekki gerast, við höfum ákveðnum skyldum að gegna þegar kemur að húsnæðisuppbyggingu í landinu og full ástæða til að sýna stórhug í þeim efnum.

Ekki tekin afstaða til fjármagns í nýja atvinnustefnu

Að endingu finnst okkur bæjarfulltrúum Framsóknar miður að ekki hafi verið tekin afstaða til tillögu okkar þess efnis að sett yrði fjármagn í nýja atvinnustefnu Akureyrarbæjar en þetta er í annað sinn sem því er hafnað. Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila.

 

Sunna Hlín Jóhannesdóttir oddviti Framsóknar á Akureyri

 

Lesa meira

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra íhugar dagsektir verði tiltekt ekki lokið fyrir 10. desember

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra gaf í haust lóðarhafa við Hamragerði  frest til að ljúka tiltekt á lóð sinni til 20. október. Á fundi nefndarinnar á dögunum kom fram að staðfest hafi verið við skoðun á lóðinni 2. nóvember síðastliðinni að tiltekt væri ekki lokið.

Samþykkti nefndin að áminna lóðarhafa vegna brota er varða umgengni og þrifnað utan húss á starfsvæði hennar og var sú áminning veitt í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Jafnframt samþykkti nefndin að veita lóðarhafa lokafrest til 10. desember nk. til þess að ljúka tiltekt á lóðinni. Tæki og hluti sem ekki eru í almennri eða stöðugri notkun skal geyma þannig að nágrannar og vegfarendur hafi ekki ama af. Bifreiðar og önnur skráningarskyld ökutæki skal geyma á þar til gerðum stæðum segir í bókun nefndarinnar og jafnframt að hún íhugi að beita dagsektum verði ekki brugðist á fullnægandi hátt við fyrir  10. desember.

Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að áminning sé vægasta þvingunarúrræði sem lög leyfa.

Hann segir að í einhverjum tilfellum hafi nefndin krafist þess að umgengni á einkalóðum sé bætt, en þá er oft um að ræða að bílum og öðrum lausamunum sé safnað upp í miklum mæli á og við lóðirnar.  Sáralítið sé um kvartanir eða ábendingar vegna númerslausra bíla á einkalóðum, enda hafi menn ákveðið frjálsræði varðandi umgengni á einkalóðum sínum. „Við erum að ekki að skipta okkur af númerslausum bílum inn á einkalóðum nema af þeim stafi mengunar eða slysahætta til dæmis olíuleki eða brotnar rúður. „

Lesa meira

„Það er greinilega þörf á þessu“

Frískápurinn á Húsavík slær í gegn

Lesa meira

Taka jákvætt í ferð til Danmerkur

Bæjarráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE varðandi áhuga sveitarfélaga á kynnisferð á vegum samtakanna til Danmerkur 4.- 7. mars 2024.

Lesa meira

Þelamerkurskóli - Sóttu jólatré í skóginn

Nemendur í 1. bekk í Þelamerkurskóla fóru upp í skóg að sækja jólatré fyrir skólann. Þau komu skælbrosandi til baka og fóru að renna sér á þoturössunum á leikvellinum. Það þarf svo sannarlega ekki bratta brekku til að hafa gaman. Gleðin skein úr hverju andliti

Lesa meira

Jólatónleikaveisla Tónlistarskólans framundan

Að vanda verður mikið um að vera í Tónlistarskólanum á Akureyri í desember og því kjörið tækifæri að komast í hátíðarskap með því að koma á einhvern af þeim fjölda jólatónleika sem verða á dagskrá

Lesa meira

Gert ráð fyrir auknum skuldum í Norðurþingi

,,Skýrist af fyrirhuguðum stórum framkvæmdum á árinu á borð við hjúkrunarheimili og frístundahúsnæði,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Lesa meira

Býður þú alheiminum með þér upp í sófa á kvöldin?

Lífið í nútímanum veltur sífellt meira á utanaðkomandi þáttum. Upplýsingaflæðið umlykur allt sem við gerum hvort sem það er í vinnu, skóla eða í frítíma. Við réttlætum stöðuga nálægð og viðveru í snjalltækjum þannig að hægt sé að ná í okkur öllum stundum „það verður að vera hægt að ná í mig ef eitthvað skyldi koma upp á,“ heyrist gjarnan. Margir eru smeykir við að missa af símtali, skilaboðum, uppfærslum, viðburðum, afmælisdögum eða að láta fréttir fram hjá sér fara. Kannski er tilfinning fólks í dag sú að það þurfi alltaf að hafa svörin á reiðum höndum og vera á tánum.

Lesa meira

Grenivík - Hlín gefur leikföng í sundlaugina

Formaður Kvenfélagsins Hlínar í Grýtubakkahreppi hefur afhent forstöðumanni sundlaugarinnar á Grenivík, veglegan pakka af sundlaugarleikföngum. Með þessu vonar kvenfélagið að yngri gestir laugarinnar hafi nóg við að vera þegar þeir skella sér í sund.

Lesa meira