Fréttir

Samningur um skylduskil

Amtsbókasafnið á Akureyri er ein af skylduskilastofnunum landsins.

Lesa meira

Jólaprjónið í ár -Rætt við Kolbrúnu Jónsdóttur um prjónaskap

Nú þegar veturinn leggst yfir landið og vetrarkuldinn tekur yfir eru margir landsmenn sem grafa í skúffum og skápum eftir lopapeysum, ullarsokkum og ullarskóm. Íslenska lopapeysan er ekki bara mikilvægur hlutur af menningu okkar heldur er þessi fatnaður bæði einstaklega hlýr á veturna og þegar vel tekst til virkilega flottar flíkur.

Lesa meira

Götuhornið - Bóndi framan úr firði skrifar

Mikið er ég ánægður með að háskólarnir útskrifi mikið af ungu fólki sem hefur mikið vit á allskonar fræðigreinum. Við eigum nóg af viðskiptafræðingum, lögfræðingum, búfræðingum, læknum og hjúkrunarfræðingum og svo eigum við líka allskonar fræðinga í nýjum greinum sem finna upp ný kyn og ný og áður óþekkt vandamál sem nauðsynlegt er að leysa og nota til þess skattpeninga sem nóg er af.  Við eigum meira að segja sprenglærða lögreglufræðinga sem þó komast ekki með tærnar þar sem Palli á Litla-Hóli hafði hælana.

Lesa meira

Metfjöldi umsókna um sérnámsgrunnstöður hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri

Alls sóttu 30 sérnámsgrunnslæknar um pláss á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir námsárið 2024-2025
Lesa meira

Mjög brýnt að hringtorgið komist sem allra fyrst í framkvæmd

Það er mikið öryggismál að setja upp hringtorg á gagnamótum Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. Þar er mikil umferð og fjöldi slysa hafa orðið þar. Fyrirhugað hótel sem reist verður skammt frá gatnamótum eykur enn meira á umferðarþunga.

Lesa meira

Yfirgnæfandi líkur á að jólin í ár verði hvít

Hvít jól, rauð jól,  þessi hugsun er  rík meðal fólks á þessum árstíma.   Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason,  Ströndung og veðurfræðing  á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Upp­lýsinga­ó­reiðan í matar­boðinu

„Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi“

Lesa meira

3000 fundir og 3 milljónir samfélagsverkefna

Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri afhenti í dag átta styrki, samtals að fjárhæð 3 milljónir króna. Fyrr í vetur var haldinn 3000. fundurinn í stúkunni og voru styrkveitingarnar ákveðnar af því tilefni.

Styrkirnir voru afhentir í Regluheimili Oddfellow við Sjafnarstíg.  

Eftirtaldir aðilar hluti styrk: 

Krabbameinsfélag Akureyrar 
Sjúkrahúsið á Akureyri (Kristnesspítali)
Grófin, geðvernarfélag 

Aflið, Pieta samtökin
Dvalarheimilið Grenilundur á Grenivík 

Samhyggð 
Rauði Krossinn 

ABC barnahjálp.

 

Á þessu ári nema styrkveitingar Sjafnar á sjöttu milljón króna. 

Á Akureyri eru starfandi fimm Oddfellowstúkur og er Sjöfn þeirra elst, stofnuð árið 1917.  Í síðustu viku styrktu stúkurnar Velferðarsjóð Eyjafjarðar um samtals 4,2 milljónir króna.

Lesa meira

Dansað kringum jólatré í Kjarnaskógi í dag

Eins og allir vita eiga jólasveinarnir heima í Kjarnaskógi, rétt hjá ærslabelgnum á Birkivelli. Í samstarfi við þá og Félag eldri borgara á Akureyrir býður Skógræktarfélag Eyfirðinga öllum börnum sem leið eiga um Kjarnaskóg i dag sunnudaginn 17.desember að dansa kring um jólatréð við grillhúsið á Birkivelli kl. 16.

Lesa meira

Hvar eru allir?

Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira