Svæðinu við Dettifoss lokað vegna hættulegra aðstæðna

Mynd: Jökulsárgljúfur-Vatnajökulsþjóðgarður/Facebook.
Mynd: Jökulsárgljúfur-Vatnajökulsþjóðgarður/Facebook.

Tekin hefur verið ákvörðun um það að loka svæðinu við Dettifoss vegna mikils vatnselgs. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.

„Þær aðstæður, sem skapast hafa við Dettifoss síðustu daga, eru orðnar mjög varasamar og ákveðið hefur verið að loka svæðinu. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Mikill krapi er því á stígum og víða er ótraust að ganga á snjónum þar sem holrými hefur skapast þar undir,“ segir í tilkynningunni.

Tekið er fram að óvíst sé hvenær hægt verður að opna svæðið á ný.


Athugasemdir

Nýjast