Skip sem mættust
Í gær kom farþegaskipið SH Diana bæði til Hríseyjar og Grímseyjar í fallegu veðri. Farþegarnir komu til Grímseyjar snemma dags en sigldu svo yfir til Hríseyjar um miðjan dag.
Skipið SH Vega var einnig á ferðinni í gær en það skip kom til Grímseyjar seinnipart dags, áður en það lagðist svo upp við bryggju í Akureyrarhöfn um kvöldið.
Lagt er upp með að aðeins eitt skip sé í Grímsey í einu. Þá daga sem tvö skip vilja koma sama dag, þarf að hliðra komum og brottförum til, svo allt gangi upp. Það er engum greiði gerður að of margir ferðamenn séu í Grímsey á sama tíma.
Þessi mynd var tekin utan við Hrísey þegar skipin mættust í veðurblíðunni. Þökkum heimamönnum fyrir þessa góðu mynd.
Fengið af síðu Hafnasamlagsins