Nýtt app fyrir Sparisjóðinn

Á meðfylgjandi mynd má sjá Einar Eiríksson forstöðumann Bankalausna hjá Origo, Guðmund Tómas Axelsso…
Á meðfylgjandi mynd má sjá Einar Eiríksson forstöðumann Bankalausna hjá Origo, Guðmund Tómas Axelsson framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða (SÍSP) og Hörpu Steingrímsdóttur hugbúnaðarsérfræðing í fjártæknilausnum hjá Origo.

Nú á dögunum gaf Sparisjóðurinn út nýtt app sem er þróað í samstarfi við Origo. Í Sparisjóðsappinu geta viðskiptavinir sinnt öllum helstu bankaviðskiptum á fljótlegan, einfaldan og öruggan hátt.

Lokaverkefni í háskólanum sem varð að Sparisjóðsappinu

Saga appsins byrjar á lokaverkefni fjögurra nemenda í Háskólanum í Reykjavík sem unnið var í samstarfi við Origo. Eftir að verkefninu lauk í háskólanum var það tekið áfram í þróun hjá Origo.  Í dag er það orðið að glænýju og glæsilegu appi fyrir Sparisjóðinn og eru strax komnir um þrjú þúsund notendur.  Sparisjóðsappið er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play fyrir viðskiptavini Sparisjóðsins. 

„Við völdum Origo sem okkar samstarfsaðila við að smíða og þróa Sparisjóðsappið. Í appinu getur þú sinnt öllum helstu bankaviðskiptum á fljótlegan, einfaldan og öruggan hátt. Móttökur viðskiptavina hafa verið frábærar og munum við leggja áherslu á að bæta reglulega við nýjungum í appið til að bæta þjónustuna við viðskiptavini“ segir Guðmundur Tómas Axelsson framkvæmdarstjóri Sambands Íslenskra Sparisjóða.

Frá þesu segir í tilkynningu frá hlutaðeigandi.

Nýjast