Skortur á húsnæði fyrir skrifstofur og hermisetur

Háskólinn á Akureyri hefur óskað eftir byggingaleyfi fyrir húseiningar sem þykja hentug lausn til br…
Háskólinn á Akureyri hefur óskað eftir byggingaleyfi fyrir húseiningar sem þykja hentug lausn til bráðabirgða til að leysa úr húsnæðisvanda skólans.

Háskólinn á Akureyri óskar eftir að reisa bráðabirgðahúsnæði - Hugmyndin að reisa tveggja hæð þjónustu- og skrifstofurými úr húseiningum


Húsnæði skortir við Háskólann á Akureyri og ekki stendur til að reisa á næstunni 6. og síðasta áfangann við skólann. Til að bregðast við húsnæðivanda hefur Háskólinn sótt um byggingaleyfi til að reisa bráðabirgðahúsnæði á lóð skólans. Skipulagsráð Akureyrarbæjar  telur að tillaga frá skólanum sé í samræmi við gildandi deiliskipulag. Málinu var vísað til afgreiðslu hjá byggingafulltrúa.

Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi skólans um hríð. Nýtt reiknilíkan sem tekið var í notkun með tilkomu Háskóla, vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, opnar færi á að fjölga starfsfólki við skólann en því hafði lítið sem ekkert fjölgað á vaxtaskeiði skólans. Framboð á skrifstofuhúsnæði er af skornum skammti  „Í ljósi þess og þeirrar þarfar okkar að byggja upp hermisetur fyrir kennslu í heilbrigðisgreinum höfum við verið í samtali við Reiti um viðbyggingu við Borgir,“ segir í erindi frá Hólmari Erlu- Svanssyni framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

Mygla greindist á Borgum síðastliðið vor og er ástandið misslæmt eftir hæðum. Tilteknar hæðir hafa verið rýmdar og starfsfólk ýmist unnið heima eða til bráðabirgða annars staðar. Mikilvægt er að finna millibilslausn sem getur brúað bilið á milli viðbyggingar og viðgerða sem ráðast þarf í á Borgum.

Húseiningar fyrir kröfuharða notendur

Fram kemur í erindi Hólmars að húseiningar hafi verið skoðaðar og góð lausn hafi fundist; einingar sem smíðaðar eru sem þjónustu- og skrifstofurými fyrir kröfuharða notendur. Þær séu með stórum gluggum, niðurteknu kerfislofti, góðri hljóðvist og björtum rýmum. Háskólinn horfir til þess að setja upp tveggja hæða byggingu af þessu tagi

Einingarnar eru umhverfisvænn kostur, hægt er að taka þær í sundur á viku og setja upp annars staðar.  Húseiningarnar er hægt að selja áfram þegar ekki er þörf á þeim lengur. Þá er bent á að gott væri að panta húsin á næstu vikum svo hægt verði að hefjast handa við jarðvegsvinnu á komandi hausti og setja húsin upp í kringum áramóti viðri til slíkrar vinnu.

Háskóli viðbótarhúr

Nýjast