Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin styrkja Grófina
Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin afhentu fyrir helgi styrk að upphæð 1.000.000kr til Grófin - Geðrækt.
Sonja Rún Sigríðardóttir frá Grófinni tók á móti styrknum í Skógarböðunum frá þeim Kjartani Sigurðsson og Steindóri Ragnarssyni. Greint er frá þessu í tilkynningu á vef GA.
Þar segir að yfir mótsdaga Arctic Open, miðnæturgolfmótsins, hafi verið efnt til styrktarleiks við Skógarböðin. Þar gat fólk reynt á heppni sína og getu í golfinu. og um leið styrkt gott málefni og átt möguleika á verðlaunum sjálft í leiðinni.
,,Þetta tókst með eindæmum vel og skapaði skemmtilega upplifun og viðbót við golfmótið og heimsóknina í Skógarböðin. Okkur er sönn ánægja að afhenda Grófinni þennan styrk ásamt Skógarböðunum og vonum að hann komi sér vel við þeirra frábæra starf," segir Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA.