Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin styrkja Grófina

Kjartan Sigurðsson framkvæmdarstjóri Skógarbaðanna, Sonja Rún Sigríðardóttir frá Grófinni og Steindó…
Kjartan Sigurðsson framkvæmdarstjóri Skógarbaðanna, Sonja Rún Sigríðardóttir frá Grófinni og Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdarstjóri GA. Mynd/GA.

Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin afhentu fyrir helgi styrk að upphæð 1.000.000kr til Grófin - Geðrækt. 

Sonja Rún Sigríðardóttir frá Grófinni tók á móti styrknum í Skógarböðunum frá þeim Kjartani Sigurðsson og Steindóri Ragnarssyni. Greint er frá þessu í tilkynningu á vef GA. 

Þar segir að yfir mótsdaga Arctic Open, miðnæturgolfmótsins, hafi verið efnt til styrktarleiks við Skógarböðin. Þar gat fólk reynt á heppni sína og getu í golfinu. og um leið styrkt gott málefni og átt möguleika á verðlaunum sjálft í leiðinni. 

,,Þetta tókst með eindæmum vel og skapaði skemmtilega upplifun og viðbót við golfmótið og heimsóknina í Skógarböðin. Okkur er sönn ánægja að afhenda Grófinni þennan styrk ásamt Skógarböðunum og vonum að hann komi sér vel við þeirra frábæra starf,"  segir Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA.

 


Athugasemdir

Nýjast