Félagsstofnun stúdenta Vilja byggja nýjan stúdentagarð við Skarðshlíð
Skipulagsráð hefur frestað afgreiðslu erindis frá Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri sem óskaði eftir að breyta deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 46. Breytingin sem óskað var eftir að gera felst í því að búa til nýjan byggingareit fyrir nýtt hús á austurhlið lóðarinnar.
Á lóðinni við Skarðshlíð 46 er þriggja hæða hús með sex íbúðum og 22 einstaklingsherbergjum. Félagsstofnun stúdenta rekur það stúdentagarða, þá fyrstu sem reistir voru á Akureyri. Í tillögunni er gert ráð fyrir að koma nýju tveggja hæða húsi fyrir á lóðinni með á bilinu 14 til 16 einstaklingsherbergjum.
Gert er ráð fyrir 18 til 20 bílástæðum innan lóðarinnar eða tæplega hálfu bílastæði á hverja íbúð/einstaklingsherbergi.