Paddington og félagar komnir á kreik í Kjarnaskógi

Sigurður Ormur Aðalsteinsson er einn af hinum ungu aðdáendum sögupersóna Kjarnaskógar og sérlegur að…
Sigurður Ormur Aðalsteinsson er einn af hinum ungu aðdáendum sögupersóna Kjarnaskógar og sérlegur aðstoðarmaður þeirra. Mynd: Skógræktarfélag Eyfirðinga/Facebook

Í Kjarnaskógi er nú hægt að skella sér í lestrarratleikinn „Að lesa í skógi og lesa í skóginn“

Undanfarin ár hafa alls konar ævintýra persónur verið gestum skógarins til gleði, Paddington, Gosi, Múmínstelpan, Græna skrímslið svo fáein séu nefnd. Þau hafa sagt börnum sögu sína. Á ferðatösku Padda er QR kóði sem hægt er að skanna og fræðast um ævintýri hans með aðstoð vina Skógræktarfélagsins á Amtsbókasafninu.

Jafnframt er þar lauflétt vísbending um staðsetningu vina hans eins og til dæmis: „Ef þú beygir hér til hægri sérðu fallegan Síberíuþin, við hliðina á honum er Gosi frændi að segja sögur“

Starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa nýlega tekið sögupersónur í gegn, þær voru farnar að láta aðeins á sjá eftir langa útiveru á öllum tímum árs.

 

Nýjast