20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Paddington og félagar komnir á kreik í Kjarnaskógi
Í Kjarnaskógi er nú hægt að skella sér í lestrarratleikinn „Að lesa í skógi og lesa í skóginn“
Undanfarin ár hafa alls konar ævintýra persónur verið gestum skógarins til gleði, Paddington, Gosi, Múmínstelpan, Græna skrímslið svo fáein séu nefnd. Þau hafa sagt börnum sögu sína. Á ferðatösku Padda er QR kóði sem hægt er að skanna og fræðast um ævintýri hans með aðstoð vina Skógræktarfélagsins á Amtsbókasafninu.
Jafnframt er þar lauflétt vísbending um staðsetningu vina hans eins og til dæmis: „Ef þú beygir hér til hægri sérðu fallegan Síberíuþin, við hliðina á honum er Gosi frændi að segja sögur“
Starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa nýlega tekið sögupersónur í gegn, þær voru farnar að láta aðeins á sjá eftir langa útiveru á öllum tímum árs.