Vikar Mar sýnir verk sín á Húsavík

Vikar Mar Valsson opnar myndlistasýningu í myndlistarsal Safnahússins á Húsavík á laugardag klukkan 14.

Vikar Mar er fæddur árið 1999 og er sjálflærður myndlistamaður. Hann er einnig sauðfjárbóndi við Hjalteyri. Vikar vinnur mest með akrýl á striga en notar einnig úðabrúsa og húsamálningu, auk þess að hafa unnið vídeó- og þrívíð verk.

Hann starfrækir vinnustofu í gömlu rannsóknarstofunum í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem hann þróar listrænt tungumál sitt með einkennandi formum og endurtekningum.

Vikar Mar sagði í samtali við Vikublaðið að hann hlakkaði mikið til sýningarinnar en þetta er hans fyrsta einkasýning síðan 2018 og kominn tími til að sýna afrakstur undanfarinna ára.  


Athugasemdir

Nýjast