Hagkvæmt, sveiganlegt og sérsniðið húsnæði

Hrafnhildur Ólafsdóttir arkitekt og framkvæmdastjóri JCL Ltd, arkitektastofu í London og Hildigunnur…
Hrafnhildur Ólafsdóttir arkitekt og framkvæmdastjóri JCL Ltd, arkitektastofu í London og Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk. Mynd/MÞÞ.

„Stækkun Sjúkrahússins á Akureyri er stór viðburður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir arkitekt og framkvæmdastjóri JCL Ltd, arkitektastofu sem starfar i London. Tillaga frá Verkís varð hlutskörpust í hönnunarforvali um nýbyggingu við SAk en JCL Ltd. er í þeim hópi auk TBL arkitekta og Brekke og Strand. Hún var við undirritun hönnunarsamnings á uppbyggingu nýju  legudeildarálmunnar þar sem geðdeild, skurð- og lyflækningardeildir verða til húsa.

Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið á hrakhólum í bráðabirgðahúsnæði um langa hríð og legurými deildarinnar ófullnægjandi. Hrafnhildur segir að aðstaða hafialmennt takmarkað þá þjónustu sem þarf að veita á deildinni. „Því eru það algerar frumforsendur í okkar hönnun að tryggja hagkvæmt og sveigjanlegt, sérsniðið húsnæði fyrir starfsemina, byggða á reynslu teymisins og þekkingu af fyrri verkum. Í þeirri viðleitni okkar leggjum við áherslu á að ná jafnvægi milli þeirra krafna sem vísindalegar læknismeðferðir gera og þeirrar listar sem góð umönnun sjúklingsins er.“

Hrafnhildur segir að listin við góða umönnun byggi á skilningi á því að hún þurfi að eiga sér stað í heilbrigðu umhverfi sem hefur verið hannað , bæði í mannlegu og líkamlegu tilliti, til að hughreysta, upplýsa og lækna sjúklinga og styðja þá og fjölskyldur þeirra á yfirvegaðan og áhrifaríkan hátt.

Frumhönnun ljúki í febrúar á næsta ári

„Við munum einnig vinna náið með SAK að því að skapa umhverfi sem gerir starfsfólki kleift að vinna á skilvirkan hátt, í öryggi og góðu yfirlæti og með stolti af vinnustað sínum

 Kannski er þetta besta lýsingin á því hvað mjög góður spítali á að vera og hvernig hann tryggir öryggi allra sem að honum koma, hámarkar mögulega samvinnu og samþættingu starfseminnar og skilar okkur framsæknu og leiðandi háskólasjúkrahúsi,“ segir Hrafnhildur.  

Hönnunarteymið hefur þegar hafið hönnun í góðu samstarfi við starfsfólk SAK og hlakkar að sögn Hrafnhildar til áframhaldandi vinnu, þarf sem stefnt er að því að frumhönnun ljúki í lok febrúar á næsta ári. 

Nýjast