Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska
Samkvæmt ábyggilegum heimildum var s.l föstudagskvöld gengið frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á hlut Búsældar og Kjarnafæðisbræðra þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssonar í Kjarnafæði Norðlenska .
Boðað verður til funda í fyrramálið þar sem málið verður kynnt fyrir starfsfólki, en hjá félaginu starfa yfir 100 manns og hefur félagið starfsstöðvar á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Blönduósi.
Fyrir skemmstu setti alþingi lög um að fyrirtæki í kjötiðnaði væru undanþegin samkeppnislögum og því kemur ekki til kasta samkeppniseftirlitsins að fjalla um þessi viðskipti.
Við flytjum nánari fréttir af málinu í fyrramálið.