Engin tilboð í byggingarétt lóða við Hofsbót

Engin tilboð bárust í byggingarétt á lóðunum númer 1 og 3 við Hofsbót, í miðbæ Akureyrar. Frestur er nýlega runninn út og segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar að erfitt sé að segja á þessari stundu hver næstu skref verði. Málið verður tekið fyrir til afgreiðslu á næstunni á vegum bæjaryfirvalda og þá tekin ákvörðun um framhaldið.

Lóðirnar voru auglýstar í vor og þá setti bæjarráð þá skilmála að lámarksboð í báðar lóðir væru ríflega 263 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að húsin á lóðunum verði mishá, þau hæstu fimm hæðir en önnur lægri. Á jarðhæð er gert ráð fyrir verslun- og þjónustu en einnig verður heimilt að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Íbúðir verða á efri hæðum. Sameiginlegur bílakjallari fyrir báða lóðir verður undir húsunum með inn og útakstri frá Strandgötu.


Athugasemdir

Nýjast