Salan á Norðlenska Kjarnafæðis rædd á starfsmannafundi í dag

Frá kjötvinnslu Norðlenska Kjarnafæðis. Mynd úr safni.
Frá kjötvinnslu Norðlenska Kjarnafæðis. Mynd úr safni.

Eins og Vikublaðið greindi frá í gær fyrst miðla samþykktu hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. til­boð Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf.

Í tilkynningu sem birt var á vef Morgunblaðsins kemur fram að Hlut­haf­ar Bú­sæld­ar ehf., fé­lags bænda sem er eig­andi rúm­lega 43% hluta­fjár, munu ákveða hver fyr­ir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunn­laugs­son, eig­andi rúm­lega 28% hluta­fjár, og Hreinn Gunn­laugs­son, eig­andi rúm­lega 28% hluta­fjár, munu selja allt sitt hluta­fé.

Morgunblaðið hefur eftir tilkynningunni að meg­in­mark­mið viðskipt­anna sé að auka hag­kvæmni, lækka kostnað við slátrun og úr­vinnslu kjötaf­urða og auka þannig skil­virkni og sam­keppn­is­hæfni inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu bænd­um og neyt­end­um til hags­bóta.

Kjarnafæði Norðlenska rek­ur í dag slát­ur­hús og kjötvinnslu­stöðvar á Húsa­vík, Sval­b­arðseyri, Ak­ur­eyri og Blönduósi. Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga er í sams­kon­ar starf­semi á Sauðár­króki, Hvammstanga, Reykja­vík og Hellu.

Haft er eftir Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis Noðrlenska að viðskiptin séu rökrétt framhald af nýlegum lögum sem heim­ila fram­leiðenda­fé­lög­um að sam­ein­ast og hafa með sér verka­skipt­ingu. „Nú er það verk­efni starfs­fólks fé­lag­anna að raun­gera þessa hagræðing­ar­mögu­leika ís­lensk­um land­búnaði og neyt­end­um til heilla,“ er haft eft­ir Ágústi Torfa í tilkynningunni.

Boðað hefur verið til starfsmannafundar vegna viðskiptanna klukkan 11:30 í dag en samkvæmt heimasíðu Kjarnafæðis starfa á fjórða hundrað starfsmenn hjá sameinuðu félagi Kjarnafæðis Norðlenska.

Uppfært eftir starfsmannafund:

Haft er eftir Ágústi Torfa á RÚV að engar uppsagnir séu í farvatninu hjá fyrirtækinu. „Nei, það væri mjög einkennilegt. Ég held að fyrirtækið sé afskaplega gott, ágætlega rekið og hefur á að skipa mjög góðu starfsfólki. Þannig ég held það verði engar breytingar hvað það varðar,“ segir hann í viðtali við fréttastofu RÚV.

Nýjast