Netverslun með áfengi og nikótínvörur á Akureyri

Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótín vörur. Hún er staðsett við Laufásgöt 9 á Akureyri…
Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótín vörur. Hún er staðsett við Laufásgöt 9 á Akureyri.

Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótínvörur, sem tók til starfa á Akureyri nýverið. Verslunin býður viðskiptavinum upp á að sækja eða fá heimsent. Verslun félagsins er við Laufásgötu 9 á Akureyri og er opið frá kl. 15 til miðnættis alla daga.

„Við opnuðum Ölföng rétt fyrir verslunarmannahelgina. Það hefur gengið vonum framar síðan þá en markmiðið okkar er að bjóða upp á góða þjónustu og betri
afgreiðslutímatíma. Vöruúrvalið er í minna lagi eins og stendur en við stefnum á að bæta við það jafnt og þétt,“ segir Skúli Lórenz sem rekur Ölföng. Hann bendir á að hafi fólk óskir um ákveðnar vörur megi láta vita „og við sjáum til hvort við getum ekki orðið að þeim óskum.“

Fannst vanta samkeppni

Olfong spirits er í eigu Skúla Lórenz sem hefur starfað innan áfengis geirans frá árinu 2016, aðallega í innflutningi á áfengi. „Við ákváðum að opna þessa netverslun á Akureyri því okkur fannst vanta meiri samkeppni á markaðinn hér á Norðurlandi, bæði í áfengi og nikótínvörum,“ segir hann. Skúli er eini starfsmaður fyrirtækisins en hefur nokkra sem sinna útkeyrslu.Olfong.is er rekið af Olföng spirits sem er starfrækt í Lettlandi.

Nýjast