Skógræktarfélag Eyjafjarðar - Yndisleg sólarstund með eldri borgurum á Birkivelli

Frá kaffisamsætinu góða.     Myndir Skógræktarfélag Eyjafjarðar
Frá kaffisamsætinu góða. Myndir Skógræktarfélag Eyjafjarðar

Yfirþjónar Akureyrar, þau Halla og Finnur sem stýrðu glæstustu veislum bæjarins á síðustu öld, Sjallinn, Bautinn, Kea osfrv, þjónuðu til borðs í dag. Þau hafa engu gleymt, köflóttir dúkar á öllum borðum og fagmennskan í fyrirrúmi

Þessi glaði hópur hefur heimsótt Kjarnaskóg hvern þriðjudag í allt sumar. Vetrarfrí tekur nú við en á árlegri jólatrésskemmtun Skógræktarfélagsins á sama stað, síðasta sunnudag fyrir jól, ætla þau að gleðja okkur með söng og leiðbeina yngri borgurum í listinni að dansa kring um jólatréð.

Við hlökkum mikið til.  

Frá þessu segir á Facebooksíðu Skógræktarfélagi Eyjafjarðar .

Þessa snillinga  þekkja nú flestir bæjarbúar og af góðu, fyrir þau sem ekki eru viss þá eru þetta  Finnur  og Halla

 

Nýjast