Hverju munar um mig?
Því skýtur reglulega upp í kolli mínum hversu léleg við Íslendingar erum að nota áhrif okkar þegar okkur er misboðið.
Því skýtur reglulega upp í kolli mínum hversu léleg við Íslendingar erum að nota áhrif okkar þegar okkur er misboðið.
Bændurnir á Kvíabóli hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ á dögunum og tóku þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir á móti verðlaununum.
Emilía Björt Hörpudóttir og Lilja Lind Gunnlaugardóttir eru á fjórðu önn í námi sínu í húsasmíði. Í vetur hafa þær verið í stórum hópi nemenda sem byggir frístundahús frá grunni – ekki eitt heldur tvö. Þær voru að bjástra uppi á svefnlofti í minna frístundahúsinu þegar kíkt var inn í byggingadeildina. Í stærra húsinu er allt á fullu og það komið lengra en oft áður. Bæði nemendur í pípulögnum og rafvirkjun hafa lagt sín lóð á lóðarskálarnar við byggingu og frágang húsanna.
Minnisblað fjármálastjóra Norðurþings vegna áhrifa nýgerðra kjarasamninga sveitarfélaganna við Kennarafélögin var lagt fram á fundi byggðaráðs Norðurþings.
Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi.
Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur
Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahrepp skrifar pistil á Facebook í dag um um áhrif hækkun veiðigjalds á landsbyggðina. Vefurinn fékk góðfúslegt leyfi frá Þresti til að birta umræddan pistil.
Það hefur löngum þótt slæmur siður að kasta grjóti úr glerhúsi. Myndlíkingin skýr, glerinu rignir samstundis í höfuð þess sem kastar. Því er rétt að staldra aðeins við áður en grjótið er látið vaða.
„Uppbygging raforkukerfisins er ekki í takti við þörf samfélagsins“. Þetta sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, á ráðstefnunni „Orkuöryggi – hvernig tryggjum við orkuöryggi til framtíðar?“ sem Lagadeild Háskólans á Akureyri stóð fyrir þann 18. mars síðastliðinn. Meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni var að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landsnets, sagði að raforkuöryggi byggi á réttlæti og stöðugleika fyrir minni notendur. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður og fyrrverandi orkumálastjóri, sagði að við óbreytt ástand væri það ekki spurning um hvort heldur hvenær raforkuskortur verði á Íslandi og að tryggja þurfi forgang almennings og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, velti upp þeirri spurningu hvort rétt væri að færa leyfisveitingarvaldið vegna vatnsaflsvirkjana aftur til Alþingis.
Karlalið Þórs tryggði sér í gær sæti í úrvalsdeild karla í handbolta í fyrsta skipti frá árinu 2021 með stórsigri á B liði HK 37- 29, í lokaumferð 1. deildarinnar. Þórsarar léku vel í vetur og eru vel að deildarmeistaratitlinum komnir.