Norðurþing Kostnaðarauki upp á 60 til 70 milljónir

Frá Búðará    Mynd gn
Frá Búðará Mynd gn

Minnisblað fjármálastjóra Norðurþings vegna áhrifa nýgerðra kjarasamninga sveitarfélaganna við Kennarafélögin var lagt fram á fundi byggðaráðs Norðurþings.

Kjarasamningurinn hefur töluverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, kostnaðaraukinn er á bilinu 60-70 milljónir króna á ári. „Það er því nauðsynlegt að bregðast við og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins,“ segir í bókun byggðaráðs. Vísaði ráðið málinu til fjölskylduráðs sem og skipulags og framkvæmdaráðs og er óskað eftir tillögum frá ráðunum til hagræðingar á sínum sviðum.

Nýjast