Fréttir

Bleikur dagur

Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Það er tilefni til að íhuga mikilvægi forvarna, klæðast bleikum litum til stuðnings, og hvetja konur til að mæta í skimun. Október er tími umhyggju þar sem við minnumst samstöðu og sýnum stuðning í baráttunni gegn þessum alvarlega sjúkdómi

Lesa meira

Útsýnispallar settir á þak Hofs?

Á seinasta fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs voru viðraðar hugmyndir sem unnar voru á Nordic  Office of  Architecture hér i bæ um útsýnisstað á þaki Hofs. 

Lesa meira

Golfsumarið gekk ótrúlega vel á Jaðarsvelli

„Golfsumarið í ár gekk ótrúlega vel þrátt fyrir kalda byrjun,“ segir Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.  Spilaðir voru talsvert fleiri  hringir en í fyrra, nýju félagsmönnum fjölgaði umtalsvert á milli ár og  völlurinn er vinsæll meðal ferðafólks. Þá standa yfir framkvæmdir við Jaðar þar sem m.a. er verið að byggja upp nýja inniaðstöðu.

Alls voru spilaðir 23.539 hringir á vellinum frá vori og fram eftir hausti sem er að sögn Steindórs aukning um 400 hringi frá árinu áður.

Lesa meira

Endurbætt húsnæði Aðgerðarstjórnar almannavarna tekið í notkun

Samkvæmt stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum frá árinu 2021 á að vera uppsett stjórnstöð í hverju umdæmi lögreglunnar á landinu til að halda utan um og stýra aðgerðum í almannavarnaástandi sem og þegar önnur samhæfing viðbragðsaðila er þörf.

Lesa meira

Rjúpnaveiði að hefjast –sölubann enn í gildi

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á föstudag, 25. október. Enn er sölubann á rjúpu í gildi.

Lesa meira

Föngulegir gripir á árlegri og hátíðlegri hrútasýningu

Hin árlega hrútasýning Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu var haldin hátíðlega nú fyrir skemmstu.  Líkt og fyrri ár fór hún fram á tveimur stöðum en fyrir hádegi var hist í Hriflu og eftir hádegi í Sýrnesi.

Lesa meira

Leiktæki endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni

Nemendur sem nú eru í  8. bekk í Hrafnagilsskóla hafa lokið við verkefni sem þeir hófu á liðnu ári, þá í 7. bekk en það fólst í að setja upp ný útileiktæki á skólalóðinni fyrir yngstu nemendur skólans. Verkefnið unnu nemendur undir leiðsögn smíðakennara síns Rebekku Kühnis.

Lesa meira

Sigurjón Þórðarsson skipar fyrsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarsson varaþingmaður  Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mun leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. En eins og fram hefur komið hlaut  Jakob Frímann Magnússon sem leiddi flokkinn i þessu kjördæmi ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar

Lesa meira

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðar umbúðalaus stjórnmál..

„Þau útskýra fyrir okkur að það þurfi að byggja miklu meira af því að það streymi svo margt fólk til landsins, og svo er útskýrt að það þurfi að streyma fólk til landsins til að geta byggt meira. Hér er einhver keðjuverkun, það eru rökin, það þurfi að byggja, því það er svo mikil fjölgun, ekki fjölgun Íslendinga, heldur fjölgun þeirra sem koma.“

Lesa meira