Nýr verktaki tekur við byggingu íbúðakjarna við Hafnarstræti

Hafnstræti 16 en vonast til að íbúðir verði tilbúnar í febrúar
Hafnstræti 16 en vonast til að íbúðir verði tilbúnar í febrúar

Samningi um byggingu 6 íbúða fyrir fatlaða í íbúðakjarna við Hafnarstæti 16 á Akureyri hefur verið rift. Nýr verktaki hefur verið ráðinn til að ljúka verkinu og er góður gangur í því nú að sögn Huldu Elmu Eysteinsdóttur formanns Velferðarráðs.

Búið er að úthluta 6 ungum einstaklingum íbúðum í kjarnanum við Hafnarstræti. Áætlanir gerðu ráð fyrir að íbúðirnar yrðu tilbúnar síðsumars eða í byrjun hausts, en verkframvinda var ekki í takt við þær áætlanir og miklar tafir urðu á. Verksamningi var sagt upp og hefur nýr verktaki hafist handa við að ljúka byggingunni.

„Það er mjög óheppilegt að svona hafi farið, þessar tafir eru bagalegar en við gerum ráð fyrir að hægt verði að taka íbúðirnar í notkun í febrúar,“ segir Hulda Elma.

Nýjast