Föngulegir gripir á árlegri og hátíðlegri hrútasýningu

Verðlaun fyrir kynbótahrúta,frá vinstir  Guðrún Hildur Gunnarsdóttir, yfirdómari. 1 verðlaun Böðvar …
Verðlaun fyrir kynbótahrúta,frá vinstir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir, yfirdómari. 1 verðlaun Böðvar Baldursson Ysta Hvammi, 2 verðlaun Sigurður Birgisson Krossi , 3 verðlaun Hrund Benediktsdóttir Hólmavaði Myndir Ragnar Þorsteinsson

Hin árlega hrútasýning Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu var haldin hátíðlega nú fyrir skemmstu.  Líkt og fyrri ár fór hún fram á tveimur stöðum en fyrir hádegi var hist í Hriflu og eftir hádegi í Sýrnesi.

Tvískipting sýningarinnar er nauðsynleg þar sem um tvö búfjárveikivarnarhólf er að ræða að sögn Aðalsteins J. Halldórssonar formanns Félags sauðfjárbænda í S-Þing.

„Óhætt er að segja að gripirnir í ár hafi verið glæsilegir, þó svo að heildarstig þeirra hafi verið heldur lakari en í fyrra. Slíkt þarf ekki að koma á óvart í ljósi slæms veðurs í sumar og haust. Sérstaklega var júní mjög erfiður og er mál manna á meðal bænda að hluti sinna gripa hafi ekki náð sér almennilega eftir þau veðurósköp sem áttu sér stað í þeim mánuði,“ segir hann.

Dómarar í flokki kjöthrúta voru Guðrún Hildur Gunnardóttir frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Eyþór Pétursson bóndi í Baldursheimi.

Dómari í flokki forystuhrúta var Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð.

 

Líkt og í fyrra var líka keppt í flokki forystuhrúta. Það var hrúturinn „Númer 1“ frá Ketilsstöðum sem bar sigur úr bítum en ,,foreldrar" hans eru Drjúgur frá Grobbholti og Sigríður frá Daðastöðum.

Hrútarnir frá Úlfsbæ, Þverá og Hólmavaði þykja afbragðsgóðir.

Elísabet Gunnarsdóttir tekur við verðlaunum fyrir besta forystuhrútinn frá Karólínu í Hvammshlíð

 

 

 

Nýjast