20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Eftir gresjunni kemur maður ríðandi hesti á
Spurningaþraut Vikublaðsins # 15
- Til stóð eða stendur að byggja stórskipahöfn á Norðausturlandi en við hvaða fjörð?
- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í síðustu viku. Hvar fór fundurinn fram?
- Málefni hælisleitenda hafa verið mjög til umræðu undan farin misseri. Meðal þess sem ratar í umræðuna er sá mikli fjöldi hælisleitenda sem kemur frá Venesúela en hver er forseti þar í landi?
- Fátt hefur þó verið meira í umræðunni en sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum en hver er bankastjóri bankans?
- En hvað þurfti Íslandsbanki að greiða samkvæmt sáttinni?
- Jón Gunnarsson lét nýverið af embætti dómsmálaráðherra en hver tók við af honum?
- Hver er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri?
- Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fagurbókmenntaverki sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Hvaða Íslendingur vann síðast til þessara virtu verðlauna?
- Fyrir hvaða verk hlaut hún verðlaunin?
- Belgar hafa fært okkur margar skemmtilegar teiknimyndapersónur. Nægir þar að nefna hinn úrræðagóða Tinna og strumpana. Lukku-Láki er önnur belgísk uppfinning sem glatt hefur margar kynslóðir Íslendinga. En hver skapaði þennan lukkulega kúreka?
---
Svör
- Finnafjörð.
- Í Vestmannaeyjum.
- Nicolás Maduro Moros.
- Birna Einarsdóttir.
- 1,2 milljarða íslenskra króna.
- Guðrún Hafsteinsdóttir.
- Hlynur Hallsson.
- Auður Ava Ólafsdóttir.
- Skáldsöguna Ör.
- Morris (Maurice de Bevere).