Dekurdagar haldnir í 15 sinn
Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.
Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.
„Það er augljóst að áhyggjur okkar félagsmanna af sínum kjörum fara vaxandi, vissulega er misjafnt á milli manna hver kjörin eru, en það eru allir sammála um að skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyrisgreiðslum eru óréttlátar og fyrir því finna allir,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Félagið hélt á dögunum fund um kjaramál og var mæting einkar góð, um 200 manns mættu til að hlýða á framsögur og taka þátt í umræðum. Stofnaður hefur verið kjarahópur innan félagsins sem vinna á að bættum kjörum eldri borgara á svæðinu en mikilvægt þykir að rödd eyfirskra eldri borgara heyrist í umræðunni um málefni þeirra.
Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa inniaðstöðu GA.
Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.
Gréta Kristín snýr nú heim eftir meistaranám í leikstjórn í Helsinki. Hún hefur starfað í sviðslistum síðan hún lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur leikstýrt fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðu senunni
Krabbameinsfélagi Akureyrar hafa undanfarið borist nokkrir styrkir frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.
Rokkað gegn sjálfsvígum í Húsavíkurkirkju
Þessa dagana stendur yfir síðasta sýningarvika á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, sem lýkur sunnudaginn 17. september í Listasafninu á Akureyri.
Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur