Mannlíf

Leikfélag Hörgdæla sýnir leikrit með lögum Bjartmars Guðlaugssonar

Í fylgd með fullorðnum eftir Pétur Guðjónsson sem jafnframt er leikstjóri

Lesa meira

Stofnuðu borðtennisklúbb til að spila meira

Borðtennisáhugi hefur aukist til muna í Borgarhólsskóla og  er nú keppst um borðin til að spila

Lesa meira

„Þetta er þannig starf að þú ert að gefa af þér“

Framhaldsskólinn á Húsavík (FSH) býður upp á fjölbreytt nám og leitar sífellt nýrra leiða til að laða til sín nemendur. Það er vissulega áskorun að halda úti öflugum framhaldsskóla í litlu samfélagi en þeim áskorunum mætir FSH með því að hugsa út fyrir boxið og hanna námsbrautir með sérstöðu.

Ein þeirra námsleiða er heilsunuddbraut sem farið var af stað með haustið 2019. Halldór Jón Gíslason, aðstoðarskólastjóri heldur utan um brautina í FSH en Helga Björg Sigurðardóttir, heilsunuddari stýrir kennslunni. Þau eru í góðu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hefur kennt brautina um árabil. „Við höfum alltaf getað leitað þangað í þá þekkingu og reynslu sem þar býr,“ segir Halldór Jón en FSH og FÁ eru einu skólarnir á landinu sem bjóða upp á þetta nám. Vikublaðið ræddi við Helgu Björg.

 14 ár í nuddinu

Helga Björg segir að það hafi blundað í sér um nokkurt skeið að læra nudd þegar hún loksins lét verða af því. „Það sem ýtti mér kannski á stað í þetta er bara ákveðin  sjálfsskoðun. Ég var að vinna mikið í sjálfri mér á þessum tíma en þarna var ég orðin læknaritari. Nuddnámið  var kennt í Ármúla þar sem læknaritarinn var kenndur og ég var búin að sjá fög sem voru svolítið lík. Ég útskrifaðist sem læknaritari 2005 og strax í kjölfarið skrái ég mig í heilsunudd. Tek þetta bara í beinu framhaldi. Þá var farið að bjóða upp á þetta nám á Akureyri en ég er í fyrsta árganginum sem lærir þetta á þar. Ég útskrifast vorið 2009 en það er nokkuð síðan þetta nám hætti á Akureyri.

Helga Björg hefur starfað við nudd í og með síðan. „Ég var náttúrlega að vinna sem læknaritari á Heilsugæslunni á Húsavík og nuddaði með. Svo hætti ég á spítalanum og fór að vinna á Deplum þar sem ég var eingöngu að nudda,“ segir Helga Björg en Deplar er lúxushótel í Fljótum.  

„Ég var byrjuð að nudda um áramót 2007 þannig að þetta eru að verða 14 ár. Það er nú bara nokkuð góður lífaldur nuddara,“ segir hún og bætir við að fólk sé oft ekki lengi starfandi í greininni. „Nuddarar eru oft fljótir að brenna upp.“

Nuddarabraut

Hópurinn sem var að klára fyrsta áfangann í verklega náminu, klassískt nudd. Mynd/ aðsend.

 

Sjálf segir Helga Björg að hún hafi yfirleitt unnið við nuddið í hlutastarfi með öðru og þess vegna endist hún lengi í faginu.

Aðspurð hvers vegna starfsaldur nuddara sé oft skammur segir hún að fólk slitni oft í höndum eins og í fleiri iðngreinum. „Mér skilst samt að það sé meira genatískt heldur en nuddið. En margir fá einhverja svona álagskvilla og veldur því að fólk hættir að nudda.

Lesa meira

Átti mér draum að skrifa bók og hann hefur ræst

Hrund Hlöðversdóttir sendir frá sér spennu- og ævintýrabók
Lesa meira

Birkir Blær kominn áfram í 5 manna úrslit

Sjáið frábæran flutning hans í gærkvöld
Lesa meira

Verðlaunaður fyrir framúrskarandi námsárangur

Lenti óvart í laganámi eftir mistök föður síns
Lesa meira

Gönguskíðavertíðin hafin í Hlíðarfjalli

Í boði eru tvær brautir 1,2 km og 3,5 km. Sporað verðu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum þegar veður leyfir. Snjóalög eru með minnsta móti en færið er samt gott.
Lesa meira

Stefnumót í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl 16 í Hömrum í Hofi. Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld eiga þar stefnumót.
Lesa meira

Draumur um skapandi líf

Please Master er nýtt lag með Kjass sem fjallar um drauminn að fá tíma og rými til að vera skapandi einstaklingur í samfélagi þar sem leikreglurnar krefjast þess við útvegum peninga með iðju okkar dags daglega. Hvað fæ ég borgað fyrir að gera þetta? Er spurning sem við spyrjum okkur gjarna þegar við ákveðum að taka eitthvað verk að okkur eða ekki, en hvers virði er lífið ef það er engin list?
Lesa meira

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Þetta er einstök sýning þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans langa og viðburðaríka ferli. Fáir segja sögur eins skemmtilega og Jón og enn færri hafa frá jafn mörgu athyglisverðu að segja.
Lesa meira