20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Draumar þess rætast, sem gistir Vaglaskóg
Spurningaþraut Vikublaðsins #16
-
Þessir piltar voru áberandi á útihátíðum á níunda áratug síðustu aldar. Hvað heitir hljómsveitin sem þeir skipa?
-
Hvað heitir forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína?
-
Fyrir hvaða félagslið leikur íslenska knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir?
-
Robert Allen Zimmerman er með frægari núlifandi tónlistarmanna en þó aðallega undir öðru nafni, hvaða?
-
Þessi tónlistarmaður braut blað í sögunni þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Nobels árið 2016. Hann mætti að vísu ekki sjálfur til þess að taka veð verðlaununum en önnur tónlistarkona mætti í hans stað og söng við athöfnina. Hver var það?
-
Áður en við yfirgefum þemað, hvaða lag söng hún?
-
Bókin Hreinsun hefur notið mikillar hylli frá því hún kom út árið 2008, ekki síst hér á landi eftir að íslenska þýðingin kom út tveimur árum síðar. Hver er höfundurinn?
-
Nú reynir á athyglina. Á öðrum stað er fjallað um merkar byggingar á Húsavík; Bjarnahús og Bjarnabúð. Í Bjarnahúsi er safnaðarheimili Húsavíkursóknar en hver hannaði húsið?
-
Daggperlur glitra, um dalinn færist ró. Draumar þess rætast, sem gistir Vaglaskóg. Þetta vita öll sem gist hafa í Vaglaskógi en þetta er raunar ljóðlína úr laginu Vor í Vaglaskógi sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði ódauðlegt um árið. Hljómsveitin Kaleo jók svo enn á vinsældir þess með sinni ábreiðu. En hver orti textann?
-
Hvað heitir hæsta fjall Evrópu?
-----
Svör:
- Greifarnir.
- Li Qiang.
- Bayern München, í Þýskalandi.
- Bob Dylan.
- Patti Smith.
- Hún söng Bob Dylan – lagið A Hard Rain’s A-Gonna Fall.
- Sofi Oksanen.
- Rögnvaldur Ólafsson.
- Kristján frá Djúpalæk.
- Það heitir Elbrus (á rússnesku Gora El’brus) og er það í Kákasusfjallgarðinum í Rússlandi, nálægt landamærum Georgíu. Tindar þess eru tveir, hinn vestari og hærri er 5.642 metrar á hæð en sá eystri 5.621 metri á hæð.