Lítið hreinsað skólp rann út í umhverfið Eigandi fráveitu ber ábyrgð á að fráveituvatni sé rétt fargað

Heilbrigðiseftirlitið fór fram á að rotróin yrði tæmd og jafnframt að gengið yrði þannig frá fráveit…
Heilbrigðiseftirlitið fór fram á að rotróin yrði tæmd og jafnframt að gengið yrði þannig frá fráveitunni að skólpmengað vatn hætti að renna um siturlögnina.

Situlagnir aftan við rotþró frá Hótel Kjarnalundi þjónuðu ekki hlutverki sínu með þeim afleiðingum að lítið hreinsað skólp rann um þær og út í umhverfið. Fráveita frá Hótel Kjarnaskógi var til umræðu á fundi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra nýverið en tilkynnt var um talsverða skólpmengun í Kjarnaskógi, skammt ofan við Brunná seinni partinn í ágúst.

Fram kemur í bókun nefndarinnar að fyrir hafi legið um hríð að rotþró frá hótelinu er of lítil og annar ekki starfseminni.

Safntankur á meðan leitað er varanlegra lausna

Heilbrigðiseftirlitið fór fram á að rotróin yrði tæmd og jafnframt að gengið yrði þannig frá fráveitunni að skólpmengað vatn hætti að renna um siturlögnina. Í kjölfarið var settur upp safntankur á fráveituna sem verður notaður meðan leitað er varanlegra lausna í fráveitumálum frá hótelinu. Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið fyrir sinnuleysi í fráveitumálum.

Bendir nefnir á að eigandi fráveitu ber ábyrgð á að fráveituvatni sé fargað í samræmi við ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp. Heilbrigðisnefnd gerir jafnframt þá kröfu, um meðhöndlun úrgangs, að svæðið sem skólpmengunin nær til verði hreinsað að höfðu samráði við landeigendur og aðra sem eiga hagsmuna að gæta.

Nýjast