Húsavík - Draumur minn að rætast

Lyngholt 42-52 á Húsavík í morgun     Myndir Framsýn
Lyngholt 42-52 á Húsavík í morgun Myndir Framsýn

,,Það er ótrúlega gaman að fylgjast með framkvæmdunum og óhætt að segja að hér sé draumur minn að rætast.” sagði Aðalsteinn Baldursson kampakátur formaður Framsýnar á Húsavík þegar Vikublaðið heyrði í honum laust eftir hádegi í dag.

,,Þegar opnað var fyrir umsóknir í þessar sex íbúðir reyndist áhuginn slíkur að fjörtíu og fjórar umsóknir bárust, það segir sína sögu um þörfina” bætti Aðalsteinn við.

Um er að ræða sérbýli með litlum garði, en allar íbúðirnar eru 4ra herbergja. Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar í næsta mánuði.  Aðalsteinn sagði að Framsýn muni hvetja til frekari húsbygginga á vegum Bjargs á Húsavík enda eftirspurnin greinilega mikil eftir óhagnaðardrifnum leiguheimilum.

Segja má að það sé ótrulegt hve vel gengur að setja einingarnar, sem í gær voru á tólf stórum flutningabílum á ferð á þjóðvegi eitt, saman svo úr er orðið sex íbúða raðhús í dag.

Myndirnar tala sínu máli, segja meira en mörg orð.

 

,,Húsbílarnir" nálgast Húsavík í gær

Grunnurinn klár.

Aðalsteinn formaður  með Gatis Kauzens sem er verkstjórinn á staðnum

Eldhúsið er ,,hjarta" hvers heimilis

Nýjast