Togari verður til
Í dag á 80 ára afmælisdegi Útgerðarfélags Akureyringa er ekki úr vegi að ,,stelast” til þess að sýna myndir frá smíði líkans af Harðbak EA 3 .
Undir forustu Sigfúsar Ólafs Helgasonar hafa gamlir togarajaxlar og annað áhugafólk um söguna safnað fyrir smíði líkans af togaranum og er það sem fyrr hinn dverghagi Elvar Þór Antonsson á Dalvík sem sér um smíðina.
Stefnt er að þvi að afhjúpa verkið í tengslum við hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri í júni n.k.
Vefurinn fékk eins og áður sagði tvær myndir sendar sem sýna hver framvindan er á Dalvik um þessar mundir.
Óhætt er að fullyrða að þessi mynd lofi góðu