Það er fokið í hann!

Það er nokkur sjógangur við Strandgötuna    Myndir Óskar Þór Halldórsson
Það er nokkur sjógangur við Strandgötuna Myndir Óskar Þór Halldórsson

Það er óhætt að segja að veðurspá hafi gengið ágætlega eftir en appelsínugul viðvörun er yfirstandandi  og  má búast við að hér á Akureyri og nágrenni muni blása hressilega til miðnættis en þá ætti allt að detta í dúnalogn.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands er  rúmlega 13 stiga hiti  á Akureyri en vindur  í 14 metrum á sek. og slær í 26 metra í hviðum.

Á vef sínum biður Vegagerðin vegfarendur um að fylgjast vel með veðurspám en  búast má við miklu hvassviðri síðdegis í dag þá sérstaklega á Eyjafjarðarsvæðinu á Öxnadalsheiði og í Skagafirði. Vegfarendur eru beðnir að kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað

Einnig er þess getið á vef Vegagerðarinnar að vetrarblæðingar séu  í Öxnadal, milli Jónasarlundar og Öxnadalsheiðar, og eru ökumenn þar beðnir um að aka með gát.

Nýjast