Litlu jólin á sjó!

Óneitnalega girnilegt ekki satt?  Myndir Fbsíða Samherja/Þorgeir Baldursson
Óneitnalega girnilegt ekki satt? Myndir Fbsíða Samherja/Þorgeir Baldursson

Áralöng hefð er fyrir því að áhafnir fiskiskipa Samherja haldi litlu jól í aðdraganda jólanna.  Kokkarnir töfra þá fram hverja kræsinguna af annarri. Litlu jól áhafna Kaldbaks og Snæfells voru haldin hátíðleg á dögunum.

Óhætt er að segja að áhafnirnar tóku hraustlega til matar síns og létu vel af verkum þeirra sem við pottana stóðu.

Á Snæfellinu var það Haraldur Már Pétursson matreiðslumeistari sem fór á kostum,  hann  fékk í lið með sér aðstoðarkokk, Bjart Jóhannsson sem svo sannarlega stóð fyrir sínu. 

Á Kaldbak var það hinsvegar Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari sem galdraði fram glæsilegt hlaðborð.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mjög mörg orð.

 

 

Nýjast