Fréttir

Það er gott að búa á Akureyri

Lesa meira

„Niðurgreiðsla á innanlandsflugi mun styrkja landsbyggðina“

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi undir heitinu Loftbrú fyrir fólk með fasta búsetu á landsbyggðinni tók gildi núna í september. Fyrirmyndin er hin svokallaða skoska leið og nemur niðurgreiðslan 40% af fargjaldinu. Skoska leiðin felur í sér heimild fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda sem búa í meira en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni; af tveimur flugleggjum á þessu ári en af sex flugleggjum á því næsta. Undir Loftbrú þetta falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera og alls ná afsláttarkjör til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið er að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, hefur barist lengi fyrir niðurgreiðslu á innanlandsflugi en hann ræddi þetta fyrst í bæjarstjórn Akureyrar á sínum tíma. Í samtali við Vikublaðið segir Njáll Trausti að þetta sé stór áfangi. „Það er erfitt að lýsa..
Lesa meira

Hugmyndir um frumkvöðlasetur í gamla frystihúsinu á Húsavík

Fulltrúar Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ) mættu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum og kynntu hugmyndir um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hugmyndirnar miða að því að auka samstarf stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim fyrir undir sama þaki eins og greint er frá á vef ÞÞ. Þekkingarnetið vinnur nú að þessum málum með hlutaðeigandi stofnunum, þ.m.t. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetri Háskóla Íslands og SSNE. Og standa vonir til þess að í Þingeyjarsýslu verði hægt á næstu misserum að efla verulega starfsemi í atvinnuþróun, rannsóknum og menntunarþjónustu, íbúum og atvinnulífi til góða. Einn þáttur í þessari endurskoðun þekkingargeirans á svæðinu snýst um að stofnsetja og tryggja rekstur í aukna þjónustu við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni um allt hérað. Á þeim grunni er einnig sérstaklega unnið að uppbyggingu öflugs frumkvöðlaseturs á Húsavík, sem mynda muni suðupott atvinnulífs og rannsókna innan um þekkingarstarfsemina. Viðræður standa yfir um nýja húsnæðiskosti til þessarar starfsemi, einkum á Húsavík og í Mývatnssveit.
Lesa meira

Meira til varnar kisunum

Lesa meira

Sjö milljarðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri

Í skýrslu starfshópsins um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja er að finna tillögur að forgangsröðun uppbyggingar næstu 15 árin.
Lesa meira

Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri gekk vel í fyrra

Lesa meira

Er unga fólkið afgangs?

Mat á því hvað er barni fyrir bestu er gjarnan í höndum fullorðinna. Þeir fullorðnu bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni. Þeir sem taka ákvarðanir hafa yfirsýn og framtíðarsýn. Þannig ættum við að gera allt sem er börnum fyrir bestu. Í febrúar árið 2019 var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings: „Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík‟. Tillagan var aftur samþykkt samhljóða í apríl sama ár. Enn var tillagan samþykkt samhljóða í júní það sama ár. Því miður hefur ekkert gerst í þessu máli.
Lesa meira

Viðræður hafnar um vinnslu á stórþara á Húsavík

Húsavík er á góðri leið með að verða miðstöð fyrir umhverfisvæna framleiðslu úr náttúrulegum hráefnum í matvæli, lyf og heilsuvörur sem eftirspurn er eftir á alþjóðlegum mörkuðum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslandsþara ehf. Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri segir í samtali við Vikublaðið að viðræður við fjárfesta standi yfir um að hefja vinnslu á stórþara á Húsavík og að þær gangi vel. Það eru Íslensk verðbréf sem halda utan um viðræðurnar. „Þeir sjá um fjármögnunarhluta verkefnisins og það eru komnir fjárfestar við borðið sem eru að skoða verkefnið en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Íslandsþari er nýtt fyrirtæki sem Íslensk verðbréf stofnuðu til að koma verkefninu af stað. Að sögn Snæbjörns liggur endanlegt eignarhald ekki fyrir en að útlit sé fyrir að það verði að mestu leiti í höndum Íslendinga.
Lesa meira

Frístundastrætó til skoðunar

Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því við vinnuhóp um endurskoðun á leiðakerfi Strætó
Lesa meira

Norðurþing endurfjármagnar gamalt kúlulán

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum að taka óverðtryggt lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu á eldra láni sem tekið var árið 2005. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður byggðarráðs sagði í samtali við Vikublaðið að lánið hafi verið tekið á sínum tíma vegna framkvæmda Hafnarsjóðs við Bökugarð. Lánið var svo kallað kúlulán sem tekið var í evrum. Slík lán voru algeng á árunum fyrir bankahrunið 2008. Endurfjármögnunarlánið er tekið af aðalsjóði Norðurþings (24%) og Hafnasjóði Norðurþings (66%).
Lesa meira