Það sem Húsavíkingar gera best
„Kveðja frá Húsavík, þeim heillandi íslenska bæ á jaðri norðursins!
Fyrir hönd okkar 2.300 íbúa erum við í sjöunda himni og fögnum spennandi nýju beinu flugleiðinni milli Manchester og Akureyrar, sem er í aðeins 45 mínútna akstri frá bænum okkar. Þessi tenging er ekki bara ný leið—hún er tækifæri til að færa samfélög okkar nær saman.“
Svona byrjar kveðja frá Húsavíkingum til íbúa Manchester á Englandi sem er hluti af markaðsherferð sem Húsavíkurstofa með Örlyg Hnefil Örlygsson í broddi fylkingar stendur á bak við. Tilefnið er beint áætlunarflug easyJet til Akureyrar frá Manchester og London tvisvar í viku frá nóvember 2024 til mars 2025.
Það er ljóst að Norðlendingar munu njóta góðs af flugleiðinni en hún er gríðarlega mikilvæg fyrir vetrarferðaþjónustu í landsfjórðungnum.
Húsavíkingar sjá tækifæri í þessari samgöngubót og hafa nú gert það sem Húsavíkingar gera best til að vekja athygli á bænum sínum. Þeir hafa búið til myndband um Húsavík sem er beint sérstaklega að íbúum Manchester en myndbandið hefur nú þegar fengið yfir 40 þúsund deilingar.
Það er húsvíska kvikmyndafyrirtækið Castor media sem sá um framleiðslu myndbandsins fyrir Húsavíkurstofu. Upptökur og klipping var í höndum Rafnars Orra Gunnarssonar
Sjón er sögu ríkari: