Fréttir

Birkir Blær heldur útgáfutónleika á Græna hattinum

Lesa meira

Að dafna í Eyjafjarðarsveit

Lesa meira

Tíu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri í sóttkví

Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri má nú ekki fara til höfuðborgarsvæðisins, sem núna er skilgreint sem rautt svæði, nema brýna nauðsyn beri til.
Lesa meira

Ný bók um Mundínu og Finn og 20 börn þeirra

„Það var mjög skemmtilegt verkefni að skrá þessa sögu enda er hún í senn áhugaverð og óvenjuleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókarinnar Á Ytri-Á sem kom út á dögunum. Þungamiðjan í þessari nýju bók er saga hjónanna Sigurbjörns Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur á Ytri-Á á Kleifum við vestanverðan Ólafsfjörð og tuttugu barna þeirra sem þau eignuðust á 28 árum, frá 1917 til 1945. Sextán barnanna komust til fullorðinsára, fjögur dóu í æsku. Finnur og Mundína létust á níunda áratug síðustu aldar. Átta af sextán börnum þeirra sem komust til fullorðinsára eru á lífi. Á Ytri-Á er yfirgripsmikil saga þar sem varpað er ljósi frá ýmsum hliðum – í gleði og sorg - á hið daglega líf stórfjölskyldunnar á Ytri-Á. Kleifarnar, Ólafsfjörður, Hvanndalir og Héðinsfjörður koma líka við sögu, óvænt flugferð Finns til Kaupmannahafnar og margt fleira. „Eins og nærri má geta er þetta yfirgripsmikil saga sem ég hef unnið að með ýmsu öðru undanfarin ár. Mér er til efs að þess séu önnur dæmi á tuttugustu öld að hjón hafi eignast tuttugu börn. Ég leitaðist við að varpa ljósi á hvernig það yfirleitt var hægt að koma upp þessum stóra hópi barna. Slíkt væri óhugsandi í dag enda hafa orðið gríðarlegar samfélagsbreytingar á öllum sviðum,“ segir Óskar
Lesa meira

Akureyrarbær hafnaði beiðni Krabbameinsfélagsins um stuðning

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar nú leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðvar, en erfiða fjárhagsstöðu félagsins má rekja til efnahagslegra áhrifa Covid-19. Þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir sér stjórn félagsins ekki fram á að standa af sér áframhaldandi efnahagslega óvissu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.
Lesa meira

Leikhúsgagnrýni (Tæring): Alltumlykjandi leikhúsupplifun

Hrönn Björgvinsdóttir rýnir í sviðslistaverkið Tæring sem er í sýningu á Hælinu, setri um sögu Berklanna.
Lesa meira

Fjórir í einangrun á Norðurlandi eystra

Fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra vegna kórónuveirusmits og fjölgar þeim eitt frá því í gær.
Lesa meira

Ungir Húsvíkingar kynnast lífríki Skjálfandaflóa með Norðursiglingu

Áralöng hefð er fyrir því að Norðursigling bjóði nemendum á unglingastigi Borgarhólsskóla í haustsiglingu á Skjálfandaflóa. Slík ferð var farin á dögunum þegar um 100 nemendur og kennarar sameinuðust í bátana Bjössa Sör og Náttfara og sigldu um flóann, skoðuðu hnúfubaka og tóku svo land í Flatey.
Lesa meira

Kynslóðaskipti hjá Verkval á Akureyri

Gunnar Rafn Jónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verkvals ehf. af föður sínum Jóni Björnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi eða í rúma þrjá áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Blóðskilunarteymi SAk hlaut hvatningarverðlaunin 2019

Blóðskilunarteymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hlaut hvatningarverðlaun sjúkrahússins fyrir árið 2019
Lesa meira