27.09
Huld Hafliðadóttir
Framan af ævinni var ég ansi kjarklítil. Ég var þögul og feimin, svolítið inní mér.
Sem betur fer með aldri og auknum þroska, sjálfsrækt og æfingu fór ég að öðlast kjark. Ég fór að þora að hafa rödd og leyfa henni að heyrast.
Lesa meira
26.09
Egill Páll Egilsson
Guðný Steingrímsdóttir sneri nýverið aftur til heimahaganna eftir 16 ár í burtu og virtist hin kátasta að vera komin heim þegar blaðamaður Vikublaðsins heyrði í henni á dögunum. Guðný er búin að opna útfararþjónustu sem hún mun sinna sjálf í samstarfi við kirkjuna. Hún útskrifaðist árið 2007 sem félagsráðgjafi og hefur síðan unnið sem slíkur hjá Reykjavíkurborg í hefðbundinni félagsþjónustu og síðast liðin 9 ár hefur hún verið á Landspítalanum, bæði á krabbameinsdeild og síðan á geðdeildunum. „Þar liggur mín reynsla sem ég á von á að muni nýtast vel í útfararþjónustunni,“ segir Guðný sem starfar einnig á Hvammi, heimili aldraðra samhliða útfararþjónustunni.
Lesa meira
26.09
„Ég er ein þeirra sem elskar að næra annað fólk. Að setja ást og athygli í hráefni sem eru stútfull af næringu er tíma vel varið!,“ segir Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir sem er matgæðingur vikunnar. „Þar sem ég vinn við að aðstoða fólk við að bæta heilsuna hef ég margoft séð hversu mikil áhrif gott mataræði hefur á bæði líkamlega og andlega heilsu. Það hef ég ekki hvað síst fundið á eigin skinni og vanda því valið þegar kemur að mat. Góðgæti og gúmmelaði þarf t.d. ekki að vera ruslfæði, þvert á móti. Við getum auðveldlega gert vel við okkur og notið góðs af því á sama tíma! Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef...
Lesa meira
25.09
Egill Páll Egilsson
Eins og kom fram í umfjöllun í Vikublaði síðustu viku hefur hús Orkuveitu Húsvíkur að Vallholtsvegi 3, Orkuhúsið svo kallaða verið notað síðan í sumar sem frístundarhús fyrir börn með fatlanir. Jafnframt hefur í húsinu verið starfrækt skammtímavistun fyrir sama hóp barna, þar sem börnin gista ásamt starfsfólki um helgar. Síðast var gist í húsinu 11-13 september sl., í óþökk slökkviliðsstjóra. Nú hefur slökkviliðsstjóri Norðurþings tekið húsið út með tilliti til brunavarna og er heimilt að í húsinu séu allt að 40 einstaklingar í einu. „Að því gefnu að hlutirnir séu með eðlilegum hætti. Þessar reiknireglur eru þannig að það er reiknað á einstakling út frá ónýttu gólfplássi, þ.e.a.s. húsbúnaður og innréttingar eru dregnar frá. Viðmiðið er tveir fermetrar á einstakling,“ útskýrir Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri í samtali við Vikublaðið.
Lesa meira
25.09
Þegar ég tók fyrst sæti í bæjarstjórn á Akureyri árið 2010 kom mér skemmtilega á óvart hversu mikla samvinnu bæjarfulltrúar höfðu sín á milli og hversu mikla virðingu þeir sýndu skoðunum hvers annars. Það var einhvern veginn á skjön við þá mynd sem hafði verið dregin upp af störfum pólitískt kjörinna fulltrúa í fjölmiðlum.
Lesa meira
24.09
„Það er von okkar að með því að vinna saman að því að finna bestu lausnir og útfærslur muni bæjarbúar finna sem allra minnst fyrir hagræðingaraðgerðum en sem allra mest fyrir þeim umbótum sem framundan eru,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar í samtali við Vikublaðið. Kynnt var sú ákvörðun í vikunni að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Bæjarstjórnin hefur gert með sér samstarfssáttmála um hvaða aðgerða verða gripið til. Spurð um hvernig bæjaryfirvöld ætli að útfæra einstakar aðgerðir segir Halla Björk....
Lesa meira
24.09
Egill Páll Egilsson
Húsavíkurstofa kynnir nýtt app sem er afrakstur sumarverkefnis háskólanema á vegum Þekkingarnets Þingeyinga í sumar. Nú er hægt að nálgast Visit Húsavík smáforritið fyrir Android og iOS stýrikerfi. Smáforritið gefur íbúum og ferðamönnum möguleika á því að vera með „Húsavík í vasanum,“ seins og segir í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira