Fréttir

Framkvæmdir við flughlað á Akureyrarflugvelli að hefjast

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia,segir í svari við fyrirspurn blaðsins að vonandi verði hægt að bjóða byggingu flugstöðvarinnar út í febrúar á næsta ári.
Lesa meira

Sex stöðugildi bætast við og mætt vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar

Meðal aðgerða til eflingar almennri löggæslu á Akureyri og nágrenni er að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra verður nú þegar styrkt um fjórar stöður lögreglumanna til að sinna almennri löggæslu í umdæminu. Um er að ræða styrkingu sem nemur um 60 m.kr. á ári.
Lesa meira

Fangelsinu á Akureyri verður lokað

Fangelsinu á Akureyri verður lokað í næstu viku. Gestur Ragnar Davíðsson, varðstjóri í fangelsinu á Akureyri, staðfestir í samtali við Rúv að fangelsinu verði lokað þann 15. september.
Lesa meira

Stefna að vinnslu á stórþara á Húsavík

Fram hefur komið að að undirbúningur að vinnslu á stórþara úti fyrir Norðurlandi miði vel en að sögn Snæbjörns Sigurðarsonar, eins af forsprökkum verkefnisins, standa vonir til þess að vinnsla geti hafist á haustmánuðum. Stefnt sé að því að sækja 35.000 tonn af stórþara þegar vinnsla er komin í full afköst, þurrka hann með jarðvarma og vinna úr honum alginöt sem er eftirsótt vara í lyfja- og matvælaiðnaði. Stefnt er að fullvinnslu hér á landi. Verkefnið kallar á fjárfestingu upp á rúma tvo milljarða króna.
Lesa meira

„Stór áfangi fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn um í gær, sunnudag þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða.
Lesa meira

Íbúar á Akureyri hafa aldrei verið fleiri

Íbúafjöldi Akureyrarbæjar þann 1. september sl. var 19.156 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands og hafa íbúar sveitarfélagsins aldrei verið fleiri. Íbúum hefur síðustu sex mánuði fjölgað um 165.
Lesa meira

Starfsemi dregist saman á flestum sviðum Sjúkrahússins á Akureyri

Starfsemi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í júní og júlí er nokkuð keimlík fyrra ári en þegar starfsemistölur fyrstu sjö mánuði ársins eru skoðaðar endurspeglast vel þau áhrif sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á hefðbundna starfsemi sjúkrahússins.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Nokkrar hollar og góðar uppskriftir

Sigrún Björg Aradóttir tók áskorun frá Sigríði Ýr Unnarsdóttur í síðasta blaði og hefur umsjón með Matar horni vikunnar. „Ég er tveggja barna móðir, grafískur hönnuður og fyrir tækja eigandi síðan haustið 2014. Ég er að vinna mig tilbaka eftir mjög slæmt vefja gigtar ”kast”. Mér hefur tekist að fara frá því að geta varla gengið nokkra metra eða staðið lengur en 30 sek. vegna verkja yfir í að ganga upp á Súlur, róa um á róðrabrettum og leika mér á fjallahjólum. Svona árangur vinnur maður ekki á einum degi. Þetta er samspil margra þátta bæði líkamlegra og hugrænna en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér,“ segir Sigrún. „Þó er hluti af því að læra að draga úr einkennum vefjagigtar að passa upp á álag og borða hreint mataræði.
Lesa meira

Bjart yfir byggingariðnaði á Húsavík

Atvinnulífið á Húsavík fékk mikinn skell í sumar þegar tilkynnt var um lokun kísilversins á Bakka og ekki mátti atvinnulífið við því nú þegar hrun blasir við ferðaþjónustunni í vetur. Byggingariðnaðurinn er á sama tíma að blómstra en Vikublaðið ræddi við Ragnar Hermannson verkefnastjóra hjá Trésmiðjunni Rein. Mikil uppgrip hafa verið hjá fyrirtækinu undanfarið í tengslum við byggingu á íbúðablokk fyrir 55 ára og eldri að Útgarði en að sögn Ragnars stendur til að afhenda fyrstu íbúðina 15. október næstkomandi. „Það er samkvæmt plani en það verður samt sem áður eftir frágangur að utan og vinna við klæðningu,“ segir hann. Verkefnið er með því stærsta sem fyrirtækið hefur tekið að sér og skapað fjölda manns atvinnu. „Ég myndi skjóta á að við séum búin að vera með 15-18 kalla við blokkina síðan við byrjuðum í maí á síðasta ári,“ segir Ragnar og bætir við að umsvifin við blokkina minnki eitthvað eftir miðjan október en reiknar með 5-6 manns í vinnu við verkefnið þar til yfir líkur, framundir mars.
Lesa meira

Nokkur orð um afmælisþátt Akureyrar á Rás 2

Lesa meira