Fréttir

Skert þjónusta blasir við og gæti komið til uppsagna

Rekstur Akureyrarbæjar er þungur en halli á aðalsjóðs bæjarins var áætlaður um einn milljarður króna en núna stefnir í að hallinn verði langleiðina í þrjá milljarða króna. Að mati Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra þarf að skoða allan rekstur bæjarins og ljóst að skera þarf niður í þjónustu til að rétta reksturinn af. „Það er ljóst að við þurfum að rifa seglin til að mæta þeirri djúpu efnahagslægð sem kemur í kjölfar heimsfaraldursins en það verður að sjálfsögðu ekki gert á einu ári. Við horfum til þess að rekstur sveitarfélagsins komist aftur á réttan kjöl innan fimm ára,“ segir Ásthildur í samtali við Vikublaðið. Spurð um skerðingu á þjónustu segir Ásthildur sjónum verði fyrst og fremst beint að þeirri þjónustu sem er valkvæð og sveitarfélaginu er ekki skylt að veita.
Lesa meira

Áhyggjumál að störf séu að hverfa frá Akureyri

Á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í síðustu viku voru umræður um atvinnumál í bæjarfélaginu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir áhyggjum af þeim störfum sem eru að hverfa úr bænum og nefna t.d lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakarís. Þá hafa einnig verið flutt störf suður frá KEA hótelum og Þjóðskrá. „Vissulega hefur maður áhyggjur af atvinnumálum bæði vegna áhrifa af Covid og þegar maður sér stór fyrirtæki flytjast héðan á höfðuborgarsvæðið,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vikublaðið. Hún segir mikilvægt að þegar fyrirtæki flytji héðan eða leggjist af að skoða hvort það sé eitthvað sem bæjaryfirvöld hefðu getað unnið að til þess að halda þessum fyrirtækjum.
Lesa meira

Tina Turner og fleiri á Græna hattinum um helgina

Lesa meira

Faraldurinn komið verst niður á Hafnarsjóði

Það er ekkert launungamál að heimsfaraldurinn sem nú geysar hefur valdið umtalsverðu efnahagslegu tjóni ekki síst hjá hinu opinbera. Frá Norðurþingi fengust þær upplýsingar að óvissa sé enn töluverð og endanlegt fjárhagslegt tjón sveitarfélagsins liggi ekki fyrir fyrr en faraldrinum ljúki og þær atvinnugreinar og einstök fyrirtæki hafa náð sér aftur á strik. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og starfsemi PCC á Bakka.
Lesa meira

Ný íbúabyggð rís á Akureyri

Allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð“

Bruggverksmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Húsavík öl eru meðal brugghúsanna sem skrifuðu undir áskorun til ráðherra um að heimila smábrugghúsum beina sölu á framleiðslu sinni . Þorsteinn Snævar Benediktsson, bruggmeistari og eigandi Húsavík öl segir í samtali við Vikublaðið að hann harmi að frumvarpið hafi ekki orðið að lögum þegar dómsmálaráðherra lagði það fram í vor enda sé um gríðarlegt hagsmunamál fyrir lítil handverks brugghús að ræða.
Lesa meira

Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið í samstarf

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, skrifuðu nýverið undir samkomulag um stóraukið samstarf menningarstofnananna tveggja.
Lesa meira

Ráðist á 8 ára dreng á Akureyri

Lögreglan segir málið á frumstigi og það sé litið alvarlegum augum. Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt.
Lesa meira

Óskar eftir nefndarfundi vegna lokunar fangelsisins á Akureyri

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, telur að það sé ólíðandi að slík ákvörðun sé tekin án umræðu á Alþingi.
Lesa meira