07.09
Egill Páll Egilsson
Bræðurnir Aðalgeir Sævar og Jón Óskarssynir reka fjölskyldufyrirtækið Fish and Chips á Húsavík. Fyrirtækið hefur frá opnun árið 2010 komið færandi hendi á Hvamm, dvalarheimili aldraðra og gefið öllum íbúum fiskmáltíð einu sinni á ári.
Lesa meira
07.09
Egill Páll Egilsson
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
Lesa meira
07.09
Egill Páll Egilsson
Víðir Svansson starfar hjá GPG fiskverkun sem er staðsett á hafnarsvæðinu á Húsavík og ferðast oftar en ekki á tveimur jafnfljótum á leið sinni í og úr vinnu. Hann setti sig í samband við blaðamann og viðraði áhyggjur sínar varðandi gönguleiðir niður á hafnarsvæði, sérstaklega fyrir íbúa suðurbæjar sem sækja vinnu á hafnarsvæðið.
Lesa meira
07.09
Egill Páll Egilsson
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fékk síðdegis í dag afhenta skýrslu starfshóps sem var falið það verkefni að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Megintillaga starfshópsins er að Akureyri, með bakland í nærliggjandi svæði, verði flokkuð í byggðastefnu stjórnvalda sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur sem þjóni íbúum og atvinnulífi í landshlutanum og eftir atvikum á landsvísu. Starfshópurinn var skipaður af ráðherra í október 2020 og átti samstarf við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Byggðastofnun og SSNE við gerð skýrslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Lesa meira
05.09
Egill Páll Egilsson
Þann 10. september n.k. stendur Tónasmiðjan og forvarnastarf ÞÚ skiptir máli á Húsavík fyrir glæsilegri tónleikasýningu sem þau kalla Aðeins eitt LÍF/ROKKUM gegn sjálfsvígum í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna
Lesa meira
05.09
Egill Páll Egilsson
Framsýn stéttarfélag hefur um all nokkurt skeið barist fyrir framtíð áætlunarflugs til Húsavíkur. Félagið hefur gagnrýnt stuðning stjórnvalda við áætlunarflug innanlands sem að mati félagsins kallar á einokun í flugi á Íslandi en allt áætlunarflug er með stuðning í formi ríkisstyrkja eða nýtur ríkisábyrgðar nema áætlunarflugið milli Reykjavíkur og Húsavíkur.
Lesa meira