13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Rokkað á Húsvík gegn sjálfsvígum
Þann 10. september n.k. stendur Tónasmiðjan og forvarnastarf ÞÚ skiptir máli á Húsavík fyrir glæsilegri tónleikasýningu sem þau kalla Aðeins eitt LÍF/ROKKUM gegn sjálfsvígum í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna.
Vikublaðið leit við á æfingu hjá nokkrum af flytjendunum rétt í þessu en Tónasmiðjan er með æfingaaðstöðu í Verbúðunum á Húsavík. ÞAð voru kraftmiklir en ljúfir tónar sem tóku á móti blaðamanni og allt að verða klárt fyrir dúndur tónlistarveislu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Að sýningunni koma um 30 flytjendur á ýmsum aldri þar sem sú yngsta er 8 ára og sá elsti um 60 ára. Þar verður sko öllu til tjaldað stór hljómsveit, bakraddarhópur, einsöngvarar og landsþekktu heiðursgestirnir Ragnheiður Gröndal og Bjössi sax.
Veislustjóri og kynnir er tónlistarmaðurinn, sálfræðingurinn og rokkarinn Birgir Örn Steinarsson einnig þekktur sem Biggi í Maus.
Miðasala er í fullum gangi inn á tonasmidjan@gmail.com
Aðgangseyrir er aðeins 2500 krónur og ágóði mun renna til Pieta samtakanna á Akureyri.