26.08
Egill Páll Egilsson
Pétur Jónasson ljósmyndari var útnefndur listamaður Norðurþings 2020. Að því tilefni opnar Pétur ljósmyndasýninguna Ljósmyndir Péturs í 60 ár föstudaginn 27. ágúst klukkan 18. Sýningin er í aðalsal Safnahússins á Húsavík og stendur út september. Sýningin er í boði Norðurþings og listamannsins.
Lesa meira
25.08
Egill Páll Egilsson
Jóhannes Geir Einarsson þarf varla að kynna fyrir Húsvíkingum þó margir þekki hann sem Jóa á gröfunni enda búinn að vera í þeim bransa í bráðum 60. Hann stofnaði á sínum tíma Höfðavélar en sonur hans, Vilberg Njáll tók við rekstrinum fyrir nokkrum árum síðan.
Lesa meira
25.08
„Við erum Guðmundur Örn Ólafsson fæddur Suðurnesjamaður og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Sunnlendingur undan Eyjafjöllum en búum í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Unnum við bæði við gerð Vaðlaheiðarganga og síðan við Kröflulínu á Möðrudalsöræfum, ég sem verkstjóri og Sigurlaug í eldhúsinu,“ segja þau hjónin sem hafa umsjón með matarhorni vikunnar. „Þar sem við búum við matarkistuna Eyjafjörð og eigum bát, erum við dugleg að nota heimafengið hráefni; fisk sem við veiðum sjálf, ýmsa villibráð og verslum helst beint frá býli hér í sveitinni allt sem við getum. Við erum dugleg á haustin að vinna mat í kistuna fyrir veturinn, við eigum níu börn og barnabörnum fjölgar og oft gestkvæmt hjá okkur. Við ætlum að leggja til þessar eftirfarandir uppskriftir og eru það bollur af ýmsum gerðum.“
Lesa meira
25.08
Leik-og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem hún er að vasast í ýmsum spennandi verkefnum. Hún er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í listalífinu og tekið þátt í mörgum sýningum. Þá hefur hún haldið heiðri Janis Joplin á lofti með sýningum um söngkonuna, sem og Tinu Turner. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Bryndísar sem er Norðlendingur vikunnar. „Ég er að koma mér vel fyrir hér á Akureyri, brasa í alls konar spennandi verkefnum," segir Bryndís.
Lesa meira