23.08
Egill Páll Egilsson
Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum.
Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira
22.08
Aðalsteinn Á. Baldursson
Að mála er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en það fylgir víst venjubundnu viðhaldi á eignum að taka sér pensil í hönd með það í huga að betrumbæta umhverfið. Í blíðunni hér á dögunum tók ég á mig rögg og klifraði upp á þak í þeim tilgangi að mála það. Þar barðist ég ber á ofan við málningarvinnuna, hlustandi á Rolling Stones. Væntanlega ekki falleg sjón.
Lesa meira
22.08
Egill Páll Egilsson
Bændur á Norðurlandi eru flestir að ljúka slætti og muna ekki aðra eins tíð
Lesa meira
21.08
Egill Páll Egilsson
Frábær aðsókn hefur verið í sundlaugar Norðurþings það sem af er sumri
Lesa meira
20.08
Egill Páll Egilsson
Olga Valdimarsdóttir og Hermann Ágúst Jónasson tóku við lyklum að fyrstu íbúðinni í nýju raðhúsi í Grundargarði á Húsavík um klukkan 13 í dag.
Lesa meira