13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Tilboði í byggingu flugstöðvar á Akureyri hafnað
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október. Það er Rúv sem greinir svo frá.
Fyrirtækið Húsheild ehf. í Mývatnssveit bauð 910 milljónir króna í verkið. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, segir tilboðið talsvert yfir kostnaðaráætlun og því hafi þess vegna verið hafnað.
„Við erum nú að yfirfara útboðsgögnin og munum bjóða verkið út aftur núna í byrjun október,“ segir Sigrún við RÚV.