30.08
Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins
Lesa meira
28.08
Egill Páll Egilsson
• Þrjú til fimm hundruð störf verði til – Samið við þýskan tæknirisa
Lesa meira
27.08
Egill Páll Egilsson
Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík var útnefndur listamaður Norðurþings 2020. Að því tilefni opnaði hann stórglæsilega sýningu í Safnahúsinu á Húsavík klukkan 18 í dag. Blaðamaður Vikublaðsins var á staðnum.
Lesa meira
27.08
Egill Páll Egilsson
Smábátaeigendur á Húsavík vilja að byggðarráð Norðurþings beiti sér fyrir því að dregin verði lína þvert yfir mynni Skjálfandaflóa, svo takmarka megi dragnótaveiðar nærri landi. Þeir telja að veiðislóðin þoli ekki ágengnina sem fylgi slíkum veiðarfærum og óttast þeir að fiskistofnar þurrkist upp verði ekkert að gert. Áríðandi sé að lokunin taki strax gildi út ágúst og í framhaldinu 1.september ár hvert fyrir hvert fiskveiðiár.
Lesa meira
27.08
Egill Páll Egilsson
Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna.
Lesa meira
27.08
„Forstjórastarfið leggst ljómandi vel í mig. Ég lít á það sem styrk að þekkja stofnunina og hafa unnið sem framkvæmdastjóri undanfarin ár, en það er svo að hverri stöðu fylgja ný verkefni og ég lít á það sem jákvæða áskorun að takast á við þau verkefni í kunnuglegu umhverfi,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir í samtali við Vikublaðið, en hún var nýlega ráðin sem nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). „Ég veit að þetta starf gerir miklar kröfur en það er kappsmál hjá mér að hafa þarfir sjúklinga að leiðarljósi með því að bjóða upp á gæða heilbrigðisþjónustu sem sinnt er af öflugum og ánægðum hópi starfsmanna.“ Hildigunnur á langan starfsferil hjá SAk en hún byrjaði að vinna á stofnuninni á menntaskólaárunum. „Þá vann ég tvö sumur við ræstingar á skurðstofu. Ég vann einnig sem hjúkrunarnemi á seinni hluta hjúkrunarnámsins en eftir að því námi við Háskólann á Akureyri lauk, starfaði ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku þar til ég fór í meistaranám til Skotlands....
Lesa meira
27.08
Huld Hafliðadóttir
Það er gott að búa á Íslandi, almennt. Hreint loft, óspillt náttúra og nóg pláss fyrir alla. Heilbrigðiskerfið er almennt gott, en þegar ég skrifa almennt gott, þá á ég við að út á við er það gott og það fagfólk sem heldur því uppi vill allt fyrir þegna þessa lands gera, en eitthvað er að bresta innan þess. Það sama á reyndar við um fleiri kerfi, s.s. velferðarkerfið, samanber gríðarlega aukningu innlagna á BUGL, biðlista sem sér ekki fyrir endann á og síaukna notkun kvíða- og annarra geðlyfja.
Lesa meira